Staðan september 2022
Aðgerð lokið.
Uppfærsla á kafla 8.3. í byggingarreglugerð var gefin út í júlí 2022 skv. reglugerð nr. 859/2022. Uppfærslan var unnin í nánu samstarfi við helstu steypusérfræðinga á Íslandi.
Í framhaldinu gaf HMS út leiðbeiningar um útreikning á kolefnisspori steypu, sbr. grein 8.3.6. í byggingarreglugerð.
Nauðsynlegt er að fylgja innleiðingu breytinganna eftir með gerð fræðsluefnis um notkun vistvænnar steypu. Stefnt er að því að vinna það í samstarfi við Steinsteypufélag Íslands og gefa út á árinu 2023, sbr. aðgerð 1.6. í Vegvísinum.
Lokaafurð aðgerðar
Reglugerð nr. 859/2022, um breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012. Þar koma fram breytingar á kafla 8.3. um steinsteypu.
Leiðbeiningar um útreikning á kolefnisspori steypu, sbr. grein 8.3.6. í byggingarreglugerð.
Annað tengt efni
- Frétt og kynningarfundur um breyttan steypukafla byggingarreglugerðar, 3. maí 2022.
- Samráðsgátt: Breytingar á steypukafla í opinbert samráð 2.-16. maí 2022.
Tengiliður
Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, thora.thorgeirsdottir@hms.is