1.1. Endurskoða lágmarkskröfur í byggingarreglugerð um sement, steinefni og veðrunarþol

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Kafli 8.3. í byggingarreglugerð verði uppfærður og endurskoðaður hvað varðar lágmarkskröfur um sement og steinefni. Einnig að veðrunarþoli verði skipt upp í flokka og frammistöðukröfur frekar notaðar.

Markmið: Að minnka losun vegna byggingarefna og minnka sóun þeirra, með því að aðlaga byggingarreglugerð þannig að hún hvetji í ríkari mæli til loftslagsvænni hönnunar og aukinnar notkunar á vistvænum byggingar efnum.

Ábyrgð: Innviðaráðuneyti og HMS.

Staðan í maí 2022: Unnið úr umsögnum um tillögur að breyt ing um á steypukafla byggingarreglugerð, sem birtar voru í Samráðsgátt.

Tími: 2021-2022.

Staðan september 2022

Aðgerð lokið. 

Uppfærsla á kafla 8.3. í byggingarreglugerð var gefin út í júlí 2022 skv. reglugerð nr. 859/2022. Uppfærslan var unnin í nánu samstarfi við helstu steypusérfræðinga á Íslandi.

Í framhaldinu gaf HMS út leiðbeiningar um útreikning á kolefnisspori steypu, sbr. grein  8.3.6. í byggingarreglugerð.

Nauðsynlegt er að fylgja innleiðingu breytinganna eftir með gerð fræðsluefnis um notkun vistvænnar steypu. Stefnt er að því að vinna það í samstarfi við Steinsteypufélag Íslands og gefa út á árinu 2023, sbr. aðgerð 1.6. í Vegvísinum.

Lokaafurð aðgerðar

Reglugerð nr. 859/2022, um breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012. Þar koma fram breytingar á kafla 8.3. um steinsteypu.

Leiðbeiningar um útreikning á kolefnisspori steypu, sbr. grein  8.3.6. í byggingarreglugerð.

Annað tengt efni

Tengiliður

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, thora.thorgeirsdottir@hms.is