Search
Close this search box.

Hagaðilar

Hagaðilar

Vonast er eftir virkri þátttöku sem flestra úr virðiskeðju byggingariðnaðarins hvort sem það eru framleiðendur, innflytjendur, smásalar,  verkfræðingar, arkitektar eða þjónustuaðilar, byggingarverktakar, eigendur eða rekstraraðilar mannvirkja, notendur, fjárfestar, lánastofnanir, fulltrúar frá menntastofnunum og rannsóknarsamfélaginu, aðilar úr opinberri stjórnsýslu eða aðrir þeir sem láta sig þetta mál varða.

Allir hagaðilar er hvattir til að taka þátt í sérstökum vinnustofum og samtölum sem munu fara fram í tengslum við verkefnið. Enn fremur er miðað við að drög að niðurstöðum verkefnahópsins verði send til umsagnar hjá þátttakendum.

Fylgstu með þróun mála og skráðu þig á póstlistann. Þá færðu senda tölvupósta með tilkynningum um vinnustofur og helstu vörður verkefnisins.