Byggjum grænni framtíð​

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030​

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030

I. hluti (18 bls)

Losun
Lestu þennan hluta til að vita meira um kolefnislosun íslenskra bygginga.

II. hluti (102 bls)

Markmið og aðgerðir
Lestu þennan hluta til að vita meira um markmið um vistvænni mannvirkjagerð og aðgerðirnar svo þau markmið náist.

III. hluti (9 bls)

Samantekt: Losun, markmið og aðgerðir 
Byrjaðu hér!
Lestu þennan hluta til að fá yfirsýn yfir losunina, markmiðin og aðgerðirnar í I. og II. hluta.

Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030

Byggjum grænni framtíð er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð en það á meðal annars rætur sínar að rekja til aðgerðar C.3 í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Fyrsti fasi verkefnisins, unninn frá september 2020 til maí 2022, fólst í að meta árlega losun mannvirkjageirans, setja markmið um að draga úr þeirri losun til ársins 2030 og skilgreina aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Niðurstöður þeirrar vinnu eru birtar í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030, sem skiptist í þrjá útgáfuhluta:

·    Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030. I. hluti: Mat á kolefnislosun frá íslenskum byggingariðnaði (útg. í febrúar 2022)

·    Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030. II. hluti: Markmið og aðgerðaáætlun (útg. í júní 2022)

·    Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030. III. hluti: Samantekt: Losun, markmið og aðgerðir (útg. í júní 2022)

 

Tillögur að aðgerðum til að minnka losun og umhverfisáhrif byggingariðnaðarins hafa verið lagðar fram í sex efnisflokkum en sjá má lykilatriði úr aðgerðum hvers flokks hér fyrir neðan. Betri yfirsýn yfir aðgerðirnar má nálgast í III. hluta vegvísisins, en dýpri umfjöllun um hverja og eina aðgerð má finna í aðgerðaáætluninni sem er sett fram í II. hluta vegvísisins. 

Eftir útgáfu allra þriggja hlutanna af Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030 hófst næsti fasi samstarfsverkefnisins; að innleiða aðgerðir samkvæmt aðgerðaáætluninni. Aðgerðirnar eru 74 talsins, en við útgáfu vegvísisins í júní 2022 voru 23 þegar komnar á framkvæmdastig. 

Hver og einn aðili innan virðiskeðjunnar getur og þarf einnig að taka þátt svo markmiðum um vistvænni mannvirkjagerð 2030 verði náð. Í aðgerðaáætluninni í II. hluta vegvísisins má finna dæmi um slíkar aðgeðrir innan hvers flokks fyrir einstaka hópa hagaðila.

Miðað er við að losun mannvirkjageirans verði metin á ný fyrir lok ársins 2024 og að markmið og aðgerðaáæltlunin verði í framhaldinu endurskoðuð í samræmi við reynslu og nýjar upplýsingar varðandi vistvæna mannvirkjagerð. 


1. Byggingarefni

Markmið og vistvænar aðgerðir:

Endurskoðun á steypukafla byggingarreglugerðar - Vistvænni steypa - Íslenskt timbur og byggingarefni úr öðrum lífrænum efnivið - Gagnabanki með umhverfisupplýsingum byggingarefna - Rétt geymsla og meðhöndlun byggingarvara

2. Framkvæmdasvæði

Markmið og vistvænar aðgerðir:

Samsetning vinnuvélaflotans - Íslenskt vetni og rafeldsneyti fyrir vinnuvélar - Innviðir fyrir vistvæna orku tryggðir á framkvæmdasvæðum - Fyrsta framkvæmdasvæðið án losunar

3. Notkun

Markmið og vistvænar aðgerðir:

Samræmdir orkuútreikningar - Orkueinkunnir bygginga - Rannsóknir á orkunýtingu eldri bygginga - Loftþéttleikapróf - Samræmdir varma- og rakaflæðisútreikningar - Krafa um orkunýtni - Stefna um vistvænt viðhald opinberra bygginga - Viðhaldssaga í Handbók hússins

4. Lok líftíma

Markmið og vistvænar aðgerðir:

5. Skipulag og hönnun

Markmið og vistvænar aðgerðir:
5.1. Lífsferilsgreiningar

Losun framkvæmda Vegagerðarinnar metin - Samræmd aðferðafræði við gerð lífsferilsgreininga bygginga - Skilyrði um gerð lífsferilsgreininga - Grunnviðmið fyrir kolefnisspor ólíkra mannvirkja - Skilgreining á kolefnishlutlausri byggingu á Íslandi

5.2. Umhverfisvottanir

Umhverfislegur og fjárhagslegur ávinningur af umhverfisvottunum - Leiðbeiningar um Svansvottunarviðmið - Umhverfisvottaðar byggingar í Mannvirkjaskrá - Vottunarkerfi aðlagað að íslenskum aðstæðum

5.3. Skipulag og hönnun

Leiðbeiningar um 20 mínútna bæi og hverfi - Endurskoðuð landsskipulagsstefna 2015-2026 - Skipulagslöggjöf rýnd m.t.t. loftslagsmála - Leiðbeiningar um loftslagsmiðað skipulag

6. Hvatar til umskipta

Aðgerðir:

Grænir opinberir hvatar fyrir vistvænni mannvirkjagerð - Grænt húsnæði framtíðarinnar - Umhverfisvænar kröfur og forsendur í útboðum - Framboð á grænum lánum - Askur mannvirkjarannsóknarsjóður - Græna skóflan; hvatningarverðlaun fyrir vistvæna mannvirkjagerð - Átaksverkefni um vistvæn skref innan byggingariðnaðarins

Fréttir

Vottanir og grænir hvatar 🌱

Umhverfisstofnun – Environment Agency of Iceland og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu fyrir opnum fundi fyrir öll sveitarfélög landsins með það að markmiði að fræða um

Nánar »

Póstlisti

Ég vil gjarnan fá tölvupóst með upplýsingum um vinnustofur og aðrar helstu vörður verkefnisins

Tengiliður og verkefnastjóri

Þau sem eru áhugasöm um verkefnið eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við Þóru Margréti Þorgeirsdóttur, framkvæmdastjóra sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS og verkefnastjóra samstarfsverkefnisins Byggjum grænni framtíð