1.2. Styðja við rannsóknir á loftslagsvænni steypu og byggingarefnum úr íslenskum lífrænum efnivið

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Rannsaka þarf betur eiginleika vistvænnar steypu og íslenskra byggingarefna hvað varðar meðal annars styrkleika, kolefnisspor, efnahagslega hagkvæmni og þol gegn fúa.

Markmið: Að auka þekkingu á vistvænni steypu. Að auka þekkingu á þeim tækifærum sem búa í íslenskri nytjaskóg- og hamprækt og annarri tengdri ræktun. Að auka sýnileika í íslenskum byggingarefnum og efla markað fyrir timbur.

Ábyrgð: Lagt er til að áhersla verði lögð á þennan málaflokk í árlegum úthlutunum úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði.

Staðan í maí 2022: Framkvæmd hafin.

Tími: 2021 og áfram.

Staðan ágúst 2023

Aðgerð lokið.

Byggingarvörur hafa verið meðal fimm áhersluþátta við úthlutun Asks – mannvirkjarannsóknarsjóðs þau ár sem fjármögnun hans hefur verið tryggð, þ.e. við úthlutanir á árinum 2021-2023.

Nánar til tekið hefur verið litið til:

      • Rannsókna og þróunar á byggingarefnum, á endingu þeirra og eiginleikum ásamt efnisvali og notkun í samræmi við lög um byggingarvörur.
      • Verkefna sem stuðla að minna kolefnisspori byggingarefna og draga úr notkun óumhverfisvænna byggingarefna t.d. með hönnun og eflingu hringrásarhagkerfisins.

    Þannig hefur fjöldi styrkja verið veittir til verkefna sem tengjast m.a. á rannsóknum á vistvænni steypu, hampsteypu, krosslímdum timbureiningum og endurnýtingu byggingarefna. Meðal verkefna sem Askur hefur styrkt 2021 og 2022 eru: 

    #1 NÝIR ÍSLENSKIR SEMENTSÍAUKAR – Sunna Ólafsdóttir Wallevik / Gerosion ehf.

    #2 HÁMÖRKUN STEINEFNA TIL AÐ LÆKKA KOLEFNISSPOR VENJULEGRAR OG VISTVÆNNI STEYPU – Ólafur Haralds Wallevik / Háskólinn í Reykjavík.
    Sjá hér erindi Ólafs Wallevik, prófessors í Iðn og tæknifræðideild Háskólans í Reykavík, um verkefnið: Hámörkun steinefna sem íblöndunraefni í vistvænni steypu. Erindið var haldin á viðburðinum Nýsköpun í mannvirkjagerð þann 23. maí 2023, sem skipulagður var af HMS og Verkís í tengslum við Nýsköpunarvikuna.

    #3 ALSIMENT UMHVERFISVÆNT SEMENTSLAUST STEINLÍM – Kristján Friðrik Alexandersson / Gerosion ehf.

    #4 BÆTT VISTVÆNI STEINSTEYPU MEÐ MINNA SEMENTI – Gísli Guðmundsson / Háskólinn í Reykjavík.

    #5 SAMANTEKT LEIÐBEININGA VIÐ VERKLAG YTRA EFTIRLITS MEÐ STEYPUSTÖÐVUM – Guðni Jónsson / Efla.

    #6 FYRSTA HAMPSTEYPUHÚSIÐ Á ÍSLANDI OG FRAMTÍÐ IÐNAÐARHAMPS Í MANNVIRKJAGERÐ – Anna Kristín Karlsdóttir / Biobuilding ehf.

    Sjá hér erindi Önnu Kristínar Karlsdóttur, arkitekts, um verkefnið: Fyrsta hampsteypuhúsið á Íslandi og framtíð iðnaðarhamps í mannvirkjagerð.  
    Erindið var haldið á viðburðinum Nýsköpun í mannvirkjagerð þann 23. maí 2023, sem skipulagður var af HMS og Verkís í tengslum við Nýsköpunarvikuna.

    #7 FRAMLEIÐSLA Á UMHVERFISVÆNU BYGGINGAREFNI Í JARÐEFNAGARÐINUM – Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir / Transition Labs.

    #8 HRINGRÁSARHÚS – LEIÐARVÍSIR TIL FRAMTÍÐAR – Valdimar Jónsson / Bjarkarlækur ehf.

    #9 HRINGRÁS AUÐLINDA OG LÆKKAÐ KOLEFNISSPOR ÍSLENSKRA BYGGINGA –  Björt Ólafsdóttir / Iða ehf.

    Nánari upplýsingar um þau verkefni sem Askur hefur styrkt og fjalla um vistvænni steypu má sjá í umfjöllun við aðgerð 1.6.


    Rannsóknarverkefni um önnur vistvænni byggingarefni sem Askur hefur styrkt:

    #10 UMHVERFISSRANNSÓKN Á KROSSLÍMDUM TIMBUREININGUM – Háskólinn í Reykjavík.
    Sjá hér erindi Jóns Guðmundssonar, verkfræðings, um verkefnið: Umhverfisrannsókn á krosslímdum timbureiningum.  
    Erindið var haldið á viðburðinum Nýsköpun í mannvirkjagerð þann 23. maí 2023, sem skipulagður var af HMS og Verkís í tengslum við Nýsköpunarvikuna.

    #11 KROSSLÍMDAR TIMBUREININGAR – ÁHÆTTUÞÆTTIR – Gústaf Adolf Hermannsson.

    Lokaafurð aðgerðar

    Lokaafurð aðgerðar felst í auknum rannsóknum og aukinni þekkingu á vistvænni steypu og íslenskum byggingarefnum.

    Annað tengt efni

    Heimasíða Asks.

    Tengiliður

    Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, HMS, thora.thorgeirsdottir@hms.is