1.3. Átak í markvissu samtali og fræðslu um rétta geymslu og meðhöndlun byggingarvara

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Borið hefur á því að byggingarvörur séu geymdar við röng skilyrði, meðhöndlaðar með röngum hætti við byggingu og ekki notaðar rétt. Það getur leitt til þess að mikilvægum eiginleikum byggingarvara sé ekki náð og þær virki ekki sem skildi, sem síðan getur haft þær afleiðingar að vörurnar endist skemur en ella og séu jafnvel heilsuspillandi. Vekja þarf sérstaka athygli á þessu og auka fræðslu fagaðila um rétta meðferð byggingarvara samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda og hönnuða og í samræmi við lög um byggingarvörur.

Markmið: Að stuðla að minni sóun á byggingarefnum, lengri líftíma þeirra og öruggari byggingum, með réttri notkun byggingarvara.

Ábyrgð: HMS

Tími: 2022-2023.

Staðan desember 2023

Aðgerð lokið.

Meðferð byggingavara er misgóð. Sem dæmi um ranga meðferð má nefna.

  • Rangar vörur eru keyptar miðað við fyrirhuguð not.
  • Þær uppfylla ekki kröfur um löglega markaðssetningu.
  • Of mikið er keypt af vöru og umframmagni er hent, eða lítil fyrirhyggja er til staðar varðandi efniskaup verktaka.
  • Byggingavörur eru geymdar við rangar aðstæður og hætt við að þær tapi eiginleikum sínum (t.d. eru gluggar í einhverjum tilfellum geymdir illa-, eða óvarðir úti í alls konar veðrum, timbur geymt óvarið utanhúss o.s.frv.).​

Fræða þarf markaðinn almennt um mikilvægi réttrar umgengni við byggingarvörur.

Nothæf byggingarvara er sú vara sem hefur þá mikilvægu eiginleika sem þarf til að grunnkröfur um mannvirki séu uppfylltar, miðað við áformuð not. Til að byggingarvara haldi eiginleikum sínum og þar með nothæfi þarf annars vegar að tryggja að hún sé notuð í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda og hins vegar að hún sé geymd við rétt skilyrði áður en hún verður hluti af hinu endanlega mannvirki, til að mynda hjá söluaðila og á byggingarstað.

Hlutverk og ábyrgð mismunandi hagaðila varðandi byggingarvörur og þau atriði sem nefnd eru hér að ofan eru ólík og mikilvægt að allir þekki sínar skyldur og taki alvarlega.​

Lokaafurð aðgerðar

Á árinu 2024 munu sérfræðingar HMS vinna eftir áætlun um aukna fræðslu um rétta meðhöndlun og geymslu byggingarvara.

Fræðsluátakið er þríþætt:

  1. Fræðsla á því í hverju nothæfi byggingarvara felst og mikilvægum eiginleikum þeirra​
  2. Fræðsla um rétta meðferð byggingarvara áður en þær verða endanlegur hluti mannvirkis​
  3. Ábyrg efnisstjórnun.​

Yfirlit yfir helstu þætti fræðsluáætlunar:

Annað tengt efni

Fræðsluefni um byggingarvörur á vef HMS.

Lög nr. 114/2014 um byggingarvörur .

Heimasíða Asks – mannvirkjarannsónarsjóðs.

Tengiliður

Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, HMS, eythor.sigurbjornsson@hms.is