Staðan febrúar 2024
Aðgerð lokið.
Við úthlutun úr Aski-mannvirkjarannsóknarsjóði fyrir árið 2023 var samstarfsaðilum sem tengjast íslenskum skógarafurðum veittir tveir styrkir, annars vegar fyrir CE-merkingar á íslensku timbri (4.000.000,- kr.) og hins vegar til að búa til miðlægan grunn um íslenskt timbur (2.500.000,- kr.). Nánari upplýsingar má nálgast á hms.is/askur.is.
Landbúnaðarháskóli Íslands, Skógræktin, Kaupmannhafnar háskóli, Linnaeus háskóli og Trétækniráðgjöf slf. unnu saman að Erasmus verkefninu TreProX. Því verkefni er formlega lokið en afurðir þess eru birtar á heimasíðu verkefnisins.
Afurðir verkefnisins eru:
– Staðlavinna (sjá treprox.eu, efni um staðla er undir flipanum ,,Standards”).
– Útgáfa á bók um flokkun á timbri; Gæðafjalir – Viðskiptaflokkun á timbri úr barrtrjám, í þýðingu Eiríks Þorsteinssonar hjá Trétækniráðgjöf slf.
– Kennslugögn (sjá treprox.eu, íslenskt efni er undir flipanum ,,Teaching Platform”).
-
- Ræktun nytjaskóga
-
- Fella og meta stofna
-
- Viðarvinnsla
-
- Timburgæði
Næstu viðfangsefni samtals og samstarfs í grófum dráttum:
-
- Endurvekja umræðuhópinn Gæðafjalir.
-
- Ráðstefna hjá skógarbændum.
-
- Kennsla hjá Iðunni í flokkun á timbri (réttindanám).
-
- FSC vottun fyrir íslenskt timbur.
-
- CE merking fyrir íslenskt timbur.
-
- Staðlavinna fyrir ösp.
-
- Timburorðasafnið.
-
- Kenna þarf hvað reglugerðir standa fyrir og tryggja að fyrirtæki geti fylgt þeim.
-
- Samstarf við háskólanna (LBHÍ, HR og HÍ) og fara með kennslu í háskólana.
- Kynna íslenskt timbur fyrir arkitektum og verkfræðingum.
Lokaafurð aðgerðar
Lokaafurð aðgerðar felst í auknu samtali ólíkra hagaðila um uppbyggingu á úrvinnslu skógarafurða og annarra tengdra afurða.
Við endurskoðun aðgerða BGF árið 2024 er hægt að huga að því að hafa markvissari aðgerð um íslenskar skógarafurðir, til dæmis sem beinist að auknu samtali milli framleiðenda annars vegar og hins vegar þeirra sem hanna, byggja og selja vörur.
Annað tengt efni
Skýrslan Horft fram á við í afurða- og markaðsmálum skóga, frá 2020.
Frétt um Skógarafurðir á Fljótsdal frá 23. janúar 2023; aukin framleiðslugeta og eftirspurn á íslenskum borðviði.
Tengiliður
Eiríkur Þorsteinsson hjá Trétækniráðgjöf slf., eiki@timbur.is
Hlynur Gauti Sigurðsson hjá Bændasamtökum Íslands, hlynur@bondi.is