2.1. Greina samsetningu vinnuvélaflota byggingariðnaðarins og uppfæra eldsneytisspá m.t.t. hennar

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Lagt er til að Vinnueftirlitið geri greiningu á samsetningu vinnuvélaflotans á framkvæmdasvæðum miðað við árið 2021 m.a. með tilliti til tegunda véla, eldsneytisgerðar og aldurs. Sú greining verði síðan nýtt hjá Orkustofnun til að uppfæra eldsneytisspá og áætlun um orkuskipti á vinnuvélum.

Markmið: Að fá yfirsýn yfir samsetningu vinnuvélaflota byggingariðnaðarins m.t.t. orkugjafa og losunar á ákveðnum tíma. Að fá betri gögn fyrir eldsneytisspá og betri forsendur til að setja markmið um orkuskipti og gera þá þróun fyrirsjáanlegri.

Ábyrgð: Vinnueftirlitið og Orkustofnun.

Staðan í maí 2022: Framkvæmd hafin.

Tími: 2021-2022.

Staðan mars 2023

Aðgerð lokið.

Greining á samsetningu vinnuvélaflota byggingariðnaðarins fyrir árin 2021 og 2022 liggur nú fyrir. Auk þess var komið í ferli að Vinnueftirlitið tekur saman árlega þessi gögn og sendir til Orkustofnunar og verkefnastjóra Byggjum grænni framtíð.

Hér fyrir neðan má sjá töflu og súlurit sem endurspegla samsetningu vinnuvéla í byggingariðnaði, iðjuverum, flugvöllum og fiskvinnslum eftir aflgjöfum á árunum 2021 og 2022. Ekki er enn hægt að taka út vinnuvélar byggingariðnaðarins sérstaklega.

Helstu niðurstöður sýna:

– Vinnuvélum í byggingariðnaði, iðjuverum, flugvöllum og fiskvinnslum fjölgar um 740 stk, úr 1.348 í 2.088, eða um 55% milli áranna 2021 og 2022, sem þykir nokkuð mikið.

– Rafmagnsknúnum vinnuvélum fjölgar um 84% milli ára (um 414 stk).

– Dísilknúnum vinnuvélum fjölgar um 43% milli ára (um 321 stk).

– Gasolíu og bensín knúnum vinnuvélum fækkar á milli ára.

Frekari upplýsingar og forsendur:

– Heildarfjöldi skráðra vinnuvéla á Íslandi í lok árs 2021 var 29.325. Heildarfjöldi skráðra vinnuvéla á Íslandi í lok árs 2022 var 31.122. Fjölgunin nam 5,8% á milli ára.

– Tölfræðin hér fyrir neðan endurspeglar vélar í byggingariðnaði, iðjuverum, flugvöllum og fiskvinnslum, en húsalyftur og katlar voru tekin út. Í þessum flokki vinnuvéla var 55% aukning á milli ára, sem telst vera mikil. Helsta skýringin gæti til dæmis verið fólgin í uppsveiflu á vinnumarkaði og lágum vöxtum.

– Aflgjafar sem flokkast undir ,,Annað” eru aflgjafar sem eru ranglega skráðir í kerfum Vinnueftirlitsins eða enginn aflgjafi til staðar.

Skráðar vinnuvélar í byggingariðnaði, iðjuverum, flugvöllum og fiskvinnslum eftir aflgjöfum 2021 og 2022:

Frekari sundurliðun á vinnuvélum sem eru knúnar rafmagni:

Frekari sundurliðun á rafmagnsknúnum farandvinnuvélum:

Lokaafurð aðgerðar

Greining á samsetningu vinnuvélaflota byggingariðnaðarins.

Annað tengt efni

Tengiliðir

Ægir Ægisson, Vinnueftirlitið, aegir.aegisson@ver.is

Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson, verkefnastjóri – orkuskipti, Orkustofnun, jon.asgeir.haukdal@os.is