Staðan desember 2023
Aðgerð lokið.
Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í eru meðal annars:
- Fundur á milli Vetnis, sem er fyrirtæki sem er að þróa vetnislausnir fyrir stærri ökutæki, og Félags vinnuvélaeigenda.
- Félagsfundur Mannvirkis – félags verktaka og Félags vinnuvélaeigenda um orkuskipti í vinnuvélum og stærri ökutækjum, 30. nóvember 2022. Þar komu fram upplýsingar frá innlendum birgjum auk þróunaraðila vetnis um möguleika til að nýta vetnis- og rafeldsneytisframleiðslu í vinnuvélum í byggingariðnaði.
Á árinu 2023 var sérstök orkuskiptanefnd fyrir vinnuvélar í byggingariðnaði mynduð innan SI. Að svo stöddu er mat nefndarinnar að orkuskipti séu ekki tímabær í vinnuvélum bæði vegna skorts á innviðum og framboði á tækjum sem bjóða upp á sömu afköst og jarðeldsneytistæki. Telur nefndin að líklegra sé til árangurs að leggja áherslu á að draga úr losun á byggingarstöðum t.d. með sparsömum díselvélum en þær eru nú flestar þar að auki með góðum mengunarhreinsibúnaði. Vegna skorts á innviðum fyrir raftengingu stærri vinnuvéla er um þessar mundir frekar horft til vetnisknúinna vinnuvéla.
Á árinu 2023 voru veittir styrkir úr Orkusjóði til nokkurra fyrirtækja sem vinna í mannvirkjagerð, fyrir kaup á stórri vinnuvél og nokkrum trukkum sem ganga fyrir vistvænni, innlendum orkugjöfum.
Þá má geta þess að í tengslum við vinnupakka 4 í norræna samstarfsverkefninu Nordic Sustainable Construction hefur verið komið á norrænu samstarfsneti sem samanstendur af hagsmunaaðilum byggingargeirans. Samstarfsnetið er notað til að afla upplýsinga um nýjungar, lausnir og spár um þróun á þessu sviði. Hér er hægt að skrá sig í samstarfsnetið: http://eepurl.com/imRdFM
Lokaafurð aðgerðar
Sérstök orkuskiptanefnd fyrir vinnuvélar í byggingariðnaði hefur verið mynduð innan SI sem heldur samtalinu gangandi og fylgist með þróun mála.
Norrænt samstarfsnetum nýjungar, lausnir og spár um þróun á þessu sviði. Hægt er að skrá sig til þátttöku hér: http://eepurl.com/imRdFM .
Grein frá formanni Mannvirkis – félags verktaka um orkuskiptin, 2. desember 2022.
Grein í Bændablaðinu um þróun vetnistækninnar fyrir vinnuvélar, Vetnistæknin springur út, 28. febrúar 2023.
Heimasíða Grænni byggðar, sem vinnur að losunarlausum verkstöðum í verkefninu Nordic Sustainable Constructions.