Search
Close this search box.

2.4. Greina hvernig Reykjavíkurborg getur umbunað framkvæmdaaðilum fyrir að nýta vistvæna orkugjafa á framkvæmdasvæðum

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Gerð hafa verið drög að líkani að umbun í útboðum og felst aðgerðin í því að skoða nánar hvort og hvernig megi útfæra og framkvæma slíkt úrræði. Í þessari greiningarvinnu felst einnig að kanna fýsileika þess að útfæra tilraunaverkefni um kolefnislaust framkvæmdasvæði.

Markmið: Að stuðla að minni kolefnislosun á framkvæmdasvæði í gegnum útboð.

Ábyrgð: Reykjavíkurborg.

Tími: 2022-2023.

Staðan desember 2023

Aðgerð lokið. 

Gert hefur verið matslíkan þar sem gæði eru metin á móti verði í framkvæmdaútboðum.

Meðal þess sem bjóðandi getur hlotið stig fyrir er ef fyrir liggur skuldbinding um að nýta aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti á tilteknum bifreiðum og/eða vinnuvélum í viðkomandi framkvæmdaverki. Líkanið var hluti af einu útboðsverki á árinu 2022 en hefur ekki verið hluti af öðrum útboðum síðan þar sem aðrar stærri nýframkvæmdir hafa frestast. Áfram verður unnið að því að uppfæra og endurskoða matslíkan fyrir framtíðar útboðsverk hér með talið útboð á endurbótaverkefnum og í takt við breytingar og þróun í málaflokknum. 

Unnið er að skilvirkara samtali milli Reykjavíkurborgar og helstu hagaðila svo hægt sé að tryggja nauðsynlega orkuinnviði á framkvæmdasvæðum og gerlegt að nýta vistvæna orkugjafa. Sjá meira í aðgerð 2.6. „Samtal um trygga orkuinnviði frá upphafi framkvæmda“

Meta þarf hvort fýsilegt er að útfæra tilraunaverkefni um kolefnislaust framkvæmdarsvæði að hluta eða í heild.  

Lokaafurð aðgerðar

Matslíkan fyrir útboðsverk þar sem bjóðandi getur hlotið stig ef fyrir liggur skuldbinding um að nýta aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti á tilteknum bifreiðum og/eða vinnuvélum. Slíkt matslíkan er stöðugt uppfært og staðfært fyrir einstaka útboðsverk.

Annað tengt efni

Heimasíða Græna plansins.

Heimasíða verkefnisins Grænt húsnæði framtíðarinnar.

Tengiliðir

Sólveig Björk Ingimarsdóttir, solveig.bjork.ingimarsdottir@reykjavik.is

Hulda Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar, Reykjavíkurborg, hulda.hallgrimsdottir@reykjavik.is