Staðan ágúst 2023
Aðgerð í vinnslu.
Forsvarsmenn samstarfsverkefnisins Byggjum grænni framtíð tala víða um að verið sé að leita að frumkvöðlum sem eru tilbúnir að ráðast í byggingarframkvæmdir þar sem komið er í veg fyrir kolefnislosun á framkvæmdastað. Slíkt verkefni þarf ekki að vera flókið en það þarf að vera unnið í þéttu samstarfi þeirra ólíku hagaðila sem koma að viðkomandi framkvæmd. Þetta hefur þegar verið gert í Osló – af hverju ekki líka á Íslandi?
Lokaafurð aðgerðar
Aðilar fundnir sem vilja vinna fordæmisgefandi verkefni á Íslandi, þar sem komið er í veg fyrir kolefnislosun á framkvæmdasvæði og leiðbeiningar gerðar á grundvelli þess.
Annað tengt efni
Leiðbeiningar um losunarfrí framkvæmdasvæði; “Uslippefrie byggeplasser – State of the art”.
Upplýsingar á vefsíðu Sintef um losunarfrí framkvæmdasvæði í Noregi.
Tengiliður
Elín Þórólfsdóttir, HMS, elin.thorolfsdottir@hms.is