2.7. Finna fordæmisgefandi verkefni á Íslandi þar sem komið er í veg fyrir kolefnislosun á framkvæmdasvæði og leiðbeiningar gerðar á grundvelli þess

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Þetta gæti til dæmis verið verkefni á vegum ríkis, sveitarfélags eða orkufyrirtækis. Reynslan af framkvæmd verkefnisins þarf síðan að vera nýtt til að gera leiðbeiningar eða vegvísi að kolefnislausu framkvæmdasvæði, samanber norsku skýrsluna Uslippefrie byggeplasser – State of the art.

Markmið: Að sýna fram á að það er hægt að koma í veg fyrir kolefnislosun á framkvæmdasvæði á Íslandi. Við það skapast mikilvæg reynsla, aukin trú og hvatning fyrir orkuskipti á framkvæmdasvæði. Að skilgreina og deila lausnum fyrir kolefnislaus framkvæmdasvæði, sem hægt er að byggja á til framtíðar.

Ábyrgð: HMS og Grænni byggð leita eftir aðila sem er tilbúinn til að fara í slíkt verkefni.

Tími: Fyrir 2025.

Staðan ágúst 2023

Aðgerð í vinnslu.

Forsvarsmenn samstarfsverkefnisins Byggjum grænni framtíð tala víða um að verið sé að leita að frumkvöðlum sem eru tilbúnir að ráðast í byggingarframkvæmdir þar sem komið er í veg fyrir kolefnislosun á framkvæmdastað. Slíkt verkefni þarf ekki að vera flókið en það þarf að vera unnið í þéttu samstarfi þeirra ólíku hagaðila sem koma að viðkomandi framkvæmd. Þetta hefur þegar verið gert í Osló – af hverju ekki líka á Íslandi?

Lokaafurð aðgerðar

Aðilar fundnir sem vilja vinna fordæmisgefandi verkefni á Íslandi, þar sem komið er í veg fyrir kolefnislosun á framkvæmdasvæði og leiðbeiningar gerðar á grundvelli þess.

Annað tengt efni

Leiðbeiningar um losunarfrí framkvæmdasvæði; “Uslippefrie byggeplasser – State of the art”.

Upplýsingar á vefsíðu Sintef um losunarfrí framkvæmdasvæði í Noregi.

Tengiliður

Elín Þórólfsdóttir, HMS, elin.thorolfsdottir@hms.is