3.10. Setja kröfu í byggingarreglugerð um orkunýtni nýbygginga

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Byggt verði á reynslu og þekkingu sem myndast hefur við samræmda orkuútreikninga, þau orkuviðmið sem sett hafa verið fram og rannsóknum á umræddu sviði.

Markmið: Að draga úr orkunotkun og losun vegna hennar, með kröfu um orkunýtni nýbygginga.

Ábyrgð: Innviðaráðuneyti og HMS.

Tími: 2028.

Staðan ágúst 2023

Aðgerð ekki hafin.

Verið er að vinna að gerð samræmdrar aðferðafræði við orkuútreikninga mannvirkja og útgáfu viðmiða fyrir orkuflokka bygginga (sjá aðgerð 3.2.).

Í framhaldinu má búast við að krafa um orkuútreikninga nýbygginga verði innleidd í byggingarreglugerð. Lagt er til að aðgerðin verði innleidd með þrepaskiptingu og aðlögunartíma.

Lokaafurð aðgerðar

Lokaafurð aðgerðar felst í að gerð sé krafa um orkunýtni nýbygginga.

Annað tengt efni

Tengiliður

Elín Þórólfsdóttir, HMS, Elin.Thorolfsdottir@hms.is