3.2. Samræma aðferðafræði við gerð orkuútreikninga mannvirkja og gefa út viðmið fyrir orkuflokka bygginga

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Skilgreind verði aðferðarfræði fyrir orkuútreikninga mannvirkja. Þar verði sett fram viðmið fyrir orkuflokka bygginga fyrir íslenskar aðstæður. Hægt væri að nota sambærilega flokkun og finna má í EPBD-tilskipun Evrópusambandsins. Lagt er til að viðmið um ásættanlega orkunotkun bygginga fari lækkandi milli ára með því markmiði að árið 2030 sé orkunotkun allra nýbygginga orðin 40% lægri en orkunotkun sambærilegra bygginga frá árinu 2020. Í viðauka verði einnig sett fram kolefnisspor ýmissa orkugjafa. Staðlaráð Íslands tekur þátt í umræðu um hvort úrlausn aðgerðarinnar passi inn í mögulega staðlagerð. Þegar þetta er ritað er verið að skoða hvort gera eigi staðla um lágorkuhús, sem nýst getur í þessu sambandi.

Markmið: Að draga úr orkunotkun og losun vegna hennar, með lækkandi viðmiðum um ásættanlega orkunotkun.

Ábyrgð: Óljóst að svo stöddu.

Staðan í maí 2022: Undirbúningur á aðgerð hafinn.

Tími: 2022-2024.

Staðan ágúst 2023

Aðgerð hafin.

Björn Marteinsson fer fyrir hópi sem vinnur að rannsóknum um orkunýtingu bygginga svo hægt verði að orkaflokka byggingar, í samstarfi við HMS og Orkustofnun. Miðað er við að niðurstöður fáist fyrir lok árs 2024. Í verkefnahóp með Birni sitja:

    • Bjartur Guangze Hu (Veitur)
    • Nanna Karólína Pétursdóttir (Verkís)
    • Alma Dagbjört Ívarsdóttir (Mannvit)
    • Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir (Efla)
    • Högni Hróarsson (Ferill)

 

Fyrirtækið Eignaumsjón tekur þátt með því að leggja fram gögn og vinnu til verkefnisins.

 

 

Lokaafurð aðgerðar

Samræmd aðferðafræði við gerð orkuútreikninga bygginga og útgáfa viðmiða fyrir orkuflokkun bygginga.

 

Annað tengt efni

Heimasíða Asks – mannvirkjarannsóknarsjóðs.

 

Heimasíða Orkuseturs.

 

Tengiliðir

Elín Þórólfsdóttir, HMS, Elin.Thorolfsdottir@hms.is 

Marta Rós Karlsdóttir, Orkustofnun, marta@os.is