3.8. Samræma aðferðir við varma- og rakaflæðisútreikninga

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Virkja þarf betur ákvæði 4.5.3. gr. í byggingarreglugerð og viðeigandi leiðbeiningum, um skil á greinargerð um einangrun og raka í gegnum byggingarleyfi og lokaúttekt, með því að koma á samræmdum aðferðum við varma- og rakaflæðisútreikninga. Í samstarfi viðeigandi hagaðila verði samræmd aðferðarfræði skilgreind þar sem sett verða fram viðmið bygginga fyrir íslenskar aðstæður. Lagt er til að viðmiðin verði hert jafnt og þétt til framtíðar.

Markmið: Að minnka orkusóun. Að lengja líftíma mannvirkja með því að draga úr áhættu á loftgæða- og rakavandamálum yfir líftíma þeirra.

Ábyrgð: Innviðaráðuneyti og HMS.

Tími: 2022-2024.

Staðan ágúst 2023

Aðgerð hafin.

Ráðinn hefur verið sérfræðingur til HMS sem mun taka ábyrgð á þessari aðgerð og vinna hana í nánu samstarfi við helstu hagaðila markaðarins.

Lokaafurð aðgerðar

Samræmd aðferð við varma- og rakaflæðisútreikninga.

Annað tengt efni

Tengiliður

Elín Þórólfsdóttir, HMS, elin.thorolfsdottir@hms.is