3.9. Rannsaka möguleikana á að setja kröfu um uppsetningu stýrðra loftræstikerfa með varmaendurvinnslu í ákveðnum flokkum nýbygginga

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Mikið orkutap á sér stað þegar ekki er til staðar stýrð loftræsting. Lagt er til að skoðað verði hvort setja eigi ákvæði í byggingarreglugerð um að loftræstikerfi í ákveðnum flokkum nýbygginga skuli hannað, gert, rekið og viðhaldið þannig að það uppfylli ákveðnar lágmarkskröfur um orkunýtni og loftgæði. Ítarleg vinna við skilgreiningu á lágmarkskröfum þarf að fara fram, m.a. kostnaðar- og ábatagreining. Hægt væri að herða kröfurnar með árunum, og um leið skoða möguleika á hagrænum hvötum. Lagt er til að breytingarnar verði gerðar sem fyrst en gefinn ákveðinn tími til aðlögunar. Í framhaldinu mætti skoða möguleikana á uppsetningu stýrðra loftræstikerfa með varmaendurvinnslu í eldri byggingum.

Markmið: Að draga úr orkunotkun og losun vegna hennar, með notkun varmaendurvinnslu í loftræstikerfum. Að draga úr áhættu á loftgæða- og rakavandamálum yfir líftíma byggingar.

Ábyrgð: Innviðaráðuneyti og HMS.

Tími: 2022-2024.

Staðan ágúst 2024

Aðgerð hafin.

Lokaafurð aðgerðar

Niðurstöður rannsóknar þar sem skoðaðir eru möguleikar á að setja kröfu um uppsetningu stýrðra loftræstikerfa með varmaendurvinnslu í ákveðnum flokkum nýbygginga.

Annað tengt efni

Tengiliður

Elín Þórólfsdóttir, HMS, elin.thorolfsdottir@hms.is