Search
Close this search box.

4.10. Gefa út leiðbeiningar um ábyrgt niðurrif

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Unnar verði leiðbeiningar á grundvelli reynslu íslenskra hagaðila og erlendis frá, um hvernig rífa megi niður mannvirki þannig að sem mest verðmæti haldist í byggingarefnum. Fundnar verði leiðir þannig að verðmæti rýrni ekki, efnin séu nýtt þar sem þau eru verðmætust og förgun sé í lágmarki. Byggt verði meðal annars á rannsóknarverkefnum Grænni byggðar um byggingarúrgang og leiðbeiningum heilbrigðiseftirlitsins um niðurrif húsa og annarra bygginga. Skoða hvort hægt sé að setja kröfu um skil á ástandi húss sem fyrirhugað er að rífa, fyrir útgáfu leyfis um niðurrif. Þannig verði metið hvort ástand hússins kalli á niðurrif. Einnig skoða kröfu um að áætlun um endurnotkun byggingarefna fylgi með.

Markmið: Að stuðla að því að við niðurrif og undirbúning þeirra sé ávallt tekið tillit til hringrásarhagkerfisins, það er endurnotkunar, endurvinnslu og annarrar endurnýtingar á þeim byggingarefnum og byggingarhlutum sem falla til.

Ábyrgð: Grænni byggð.

Samstarfsaðilar: HMS, hönnuðir, byggingarverktakar, móttökuaðilar úrgangs, endurvinnslufyrirtæki, menntastofnanir.

Tími: 2023-2024.

Staðan febrúar 2024

Aðgerð hafin.

Verkís verkfræðistofa og Grænni byggð sóttu um styrk fyrir framkvæmd á aðgerð 4.9. og 4.10 í Ask – mannvirkjarannsóknasjóð og fékkst hluti af umsóttri styrkfjárhæð. 

Verkefnið ber heitið Fleygrúnir hringrásar mannvirkja og er vinna hafin við gerð leiðbeininga um meðferð bundins kolefnis – bæði við niðurtöku (aðgerð 4.10.) og hönnun á nýbyggingum og endurbótum (aðgerð 4.9.). 

Verkefnastjóri verkefnisins er Ragnar Ómarsson, stjórnarmaður Grænni byggðar og starfsmaður Verkís (rom@verkis.is). 

Lokaafurð aðgerðar

Leiðbeiningar um ábyrgt niðurrif.

Annað tengt efni

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður, úthlutun ársins 2023 (sjá Fleygrúnir hringrásar mannvirkja, síður 38-39).

 

 

 

Tengiliður

Ragnar Ómarsson, stjórnarmaður Grænni byggðar og sérfræðingur hjá Verkís, rom@verkis.is