4.11. Áhersla lögð á byggingastarfsemi í úrgangsforvarnastefnunni Saman gegn sóun

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Saman gegn sóun er almenn stefna umhverfis- og auðlindaráðherra um úrgangsforvarnir sem gildir frá árinu 2016 til 2027. Í stefnunni er lögð áhersla á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs. Níu áhersluflokkar eru í brennidepli, þar af verða byggingar og byggingastarfsemi sérstakur áhersluflokkur 2024-2025. Sjá nánari upplýsingar á samangegnsoun.is.

Markmið: Að draga úr myndun úrgangs. Að draga úr losun. Að bæta nýtingu auðlinda. Að draga úr hráefnisnotkun. Að minnka dreifingu á efnum sem eru skaðleg heilsu og umhverfi.

Ábyrgð: Umhverfisstofnun.

Tími: 2024-2025.

Staðan júní 2024

Aðgerð í endurmat.

Byggingar áttu að vera í forgrunni í Saman gegn sóun á árunum 2024-2025. Hins vegar var fallið frá því í lok árs 2023 þegar ákveðið var að nýta árið 2024 til að taka stefnuna Saman gegn sóun til heildarendurskoðunar.

Sökum endurskoðunar stefnunar Saman gegn sóun þarf að fella niður aðgerðina.

Lokaafurð aðgerðar

Aðgerð í endurmat.

Annað tengt efni

Heimasíða Saman gegn sóun.

Instagram-síða Saman gegn sóun.

Facebook-síða Saman gegn sóun.

Tengiliður

Guðrún Lilja Kristinsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, gudrun.l.kristinsdottir@umhverfisstofnun.is