Staðan nóvember 2022
Aðgerð lokið.
Lokaafurð aðgerðar
Lokaafurð aðgerðarinnar felst í skýrslunni Kortlagning og leiðbeiningar um nýtingarmöguleika byggingarúrgangs, sem Grænni byggð gaf út og var unnin af VSÓ ráðgjöf.
Þar má finna greiningu á helstu straumum byggingarúrgangs og kolefnisspori hans, ásamt leiðbeiningum sem nýtast aðilum í byggingariðnaði og stuðla að aukinni endurnotkun, endurvinnslu eða endurnýtingu og minni förgun.
Verkefnið var styrkt af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu í gegnum HMS.
Útgáfa skýrslunnar var kynnt á fundi þann 25. nóvember 2022, um móttöku byggingarúrgangs, sem haldinn var á vegum Samtaka iðnaðarins og Mannvirkja – félagi verktaka.
Annað tengt efni
Upptaka af viðburði þar sem útgáfa skýrslunnar er kynnt, 25. nóvember 2022.
Tengiliðir
Áróra Árnadóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar, arora@graennibyggd.is
Guðný Káradóttir, teymisstjóri umhverfis og skipulags hjá VSÓ ráðgjöf, gudny@vso.is