4.3. Kynningarátak um nýjar flokkunarkröfur á byggingar- og niðurrifsúrgangi hjá rekstraraðilum

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Kynningar- og fræðsluátak um nýjar kröfur sem taka gildi 1. janúar 2023, um að rekstraraðilum beri að flokka allan byggingar- og niðurrifsúrgang í a.m.k. eftirfarandi flokka: Spilliefni, timbur, steinefni, málm, gler, plast og gifs. Aðstaða til flokkunar þarf að vera á staðnum auk þess sem koma þarf hinum flokkaða úrgangi á móttökustöð, sem að sama skapi þarf að geta tekið við öllum flokkunum.

Markmið: Að stuðla að árangursríkri innleiðingu á nýjum flokkunarkröfum byggingar- og niðurrifsúrgangs. Að stuðla að betri flokkun og öflugra hringrásarhagkerfi.

Ábyrgð: Óljóst.

Tími: 2022-2023.

Staðan desember 2024

Aðgerð lokið.

Umhverfisstofnun hefur tekið að sér að stýra þessari aðgerð.

Aðgerð 4.3. í Byggjum grænni framtíð er kynningarátak um nýjar flokkunarkröfur á bygginar- og niðurrifsúrgangi hjá rekstraraðilum. Markmiðið með aðgerðinni er að stuðla að árangursríkri innleiðingu á nýjum flokkunarkröfum byggingar- og niðurrifsúrgangs, einnig að stuðla að betri flokkun og öflugra hringrásarhagkerfi.

Samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs á að flokka bygginga- og niðurrifsúrgang í amk. 7 flokka, þ.e. spilliefni, timbur, steinefni, málma, gler, plast, pappa og gifs.

Til að kanna stöðuna á flokkun á byggingar- og niðurrifsúrgangi hjá rekstraraðilum var send út könnun þess efnis á yfir 40 rekstraraðila í þessum geira. Spurt var um gæði flokkunar, hindranir og tækifæri og hvort þörf væri til staðar á leiðbeiningaefni fyrir flokkun á verkstað.

Niðurstöður spurningakönnunarinnar voru skýrar, meirihlutinn kallaði eftir frekari leiðbeiningum. Einnig kom fram að mikilvægt væri að hafa leiðbeiningarnar á allavega þremur tungumálum og helst myndrænar.

Því eru þessar leiðbeiningar fyrir flokkun á verkstað myndrænar, á þremur tungumálum (íslensku, ensku og pólsku) og innihalda helstu leiðbeiningar fyrir hvern úrgangsflokk. Notast er við samræmdu flokkunarmerkingarnar ásamt myndum og textalýsingum. Leiðbeiningarnar hafa verið rýndar og samþykktar af nokkrum stærstu úrgangsmeðhöndlunaraðilum á Íslandi. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar fyrir verkstaði á byggingarsvæðum. Mælt er með að stilla leiðbeiningunum upp hjá gámum og jafnvel einnig á kaffistofu.Einnig var kannað stöðuna á því efni sem er núþegar til staðar fyrir flokkun á verkstað. Það er þó nokkuð til af upplýsingaefni fyrir skipulag og framkvæmd flokkunar á bygginga- og niðurrifsúrgangi. Markmiðið er að taka saman það helsta af þessu efni og miðla ásamt nýju leiðbeiningunum. Stefnt er að kynningarfundi í upphafi árs 2025 þar sem leiðbeiningarnar verða kynntar ásamt því efni sem nú þegar var útgefið. Sá fundur á að nýtast sem vettvangur til að deila reynslu milli rekstaraðila á þessu málefni

Lokaafurð aðgerðar

Stefnt er að kynningarfundi í upphafi árs 2025 þar sem leiðbeiningarnar verða kynntar ásamt því efni sem nú þegar var útgefið. Sá fundur á að nýtast sem vettvangur til að deila reynslu milli rekstaraðila á þessu málefni

Annað tengt efni

Tengiliður

Guðrún Lilja Kristinsdóttir, Umhverfisstofnun, g.lilja.kristinsdottir@ust.is

Bergdís Helga Bjarnadóttir, Umhverfisstofnun, bergdis.h.bjarnadottir@umhverfisstofnun.is