4.5. Bæta við kröfu í byggingarreglugerð um að greinargerð hönnuða innihaldi upplýsingar um hámarksnýtingu byggingarefna

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Breytingar verði gerðar á 4.5.3 gr. í byggingarreglugerð, varðandi greinargerð hönnuða, þ.e. bætt verði við lið (j) um hámarksnýtingu byggingarefna. Samkvæmt þeim lið verði fjallað um hvernig hönnun taki mið af hámarksnýtingu byggingarefna, lágmarksrýrnun efna, endurvinnslu eða aðra endurnýtingu efna, magntöku byggingarefna, lágmörkun byggingarúrgangs og niðurrifi. Um leið verði leiðbeiningar HMS um greinargerð hönnuða uppfærðar til samræmis.

Markmið: Að myndun byggingarúrgangs verði lágmörkuð á hönnunarstigi. Að auka meðvitund um ábyrgt val og nýtingu á byggingarefnum við mannvirkjagerð. Að allur efniviður mannvirkis verði þekktur á hönnunarstigi.

Ábyrgð: Innviðaráðuneyti og HMS.

Tími: 2022-2023.

Staðan ágúst 2023

Aðgerð hafin.

Aðgerðin verður unnin í tengslum við heildarendurskoðun á byggingarreglugerð; verkefni sem á að klárast fyrir lok árs 2024.

Lokaafurð aðgerðar

Krafa í byggingarreglugerð um að greinargerð hönnuða innihaldi upplýsingar um hámarksnýtingu byggingarefna.

Annað tengt efni

Tengiliður

Elín Þórólfsdóttir, HMS, Elin.Thorolfsdottir@hms.is