5.1.11. Krafa gerð um að kolefnisspor almennra verkefna sé 30% lægra en grunnviðmið

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Aðgerðin byggir á að innleiða kröfu um að útreiknuð losun skv. lífsferilsgreiningu, í skilgreindum mannvirkjaflokkum/verkefnum á almennum markaði, verði 30% lægri en grunnviðmið skilgreind í aðgerð 5.1.8.

Markmið: Að Ísland standi við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og að mannvirkjageirinn taki virkan þátt í samdrætti á losun.

Ábyrgð: Innviðaráðuneyti og HMS.

Tími: 2028.

Staðan ágúst 2023

Aðgerð ekki hafin.

Lokaafurð aðgerðar

Lokaafurð aðgerðarinnar felst í að kolefnisspor almennra verkefna sé 30% lægri en grunnviðmið.

Annað tengt efni

Danmörk hefur innleitt kröfu um að nýbyggingar losi undir ákveðnum grunnviðmiðum frá janúar 2023 (limit values). Hér er lesefni í tengslum við þær breytingar.

Danskt örmyndband (með texta) um grunnviðmið fyrir kolefnisspor bygginga (limit values).

Samnorrænt samstarfsverkefni um vistvæna mannvirkjagerð: Nordic Sustainable Constructions

Tengiliður

Elín Þórólfsdóttir, HMS, elin.thorolfsdottir@hms.is