5.1.15 Nýting stafrænna lausna til að auka sjálfbærni í byggingariðnaði

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í maí 2025:

Að nýta stafrænar lausnir, svo sem BIM (Building Information Modeling), hugbúnað fyrir lífsferilsgreiningar (LCA) og verkfæri til umhverfisáhrifagreiningar, til að bæta sjálfbærni í byggingargeiranum. Með því að nýta stafrænar lausnir er unnið að því að einfalda ferli tengd lífsferilsgreiningum, auka nákvæmni gagna og draga úr losun. Aðgerðin miðar einnig að því að tryggja samhæfingu á milli Norðurlanda í gagnasöfnun og notkun stafrænnar tækni.

Markmið: Að styðja við og nýta tæknilausnir til að bæta gagnasöfnun, greiningu og stjórnun í byggingariðnaði.

Ábyrgð: HMS, BIM Ísland

Tími: 2025-2028

Lokaafurð: Leiðbeiningar um notkun stafrænnar tækni í mannvirkjagerð. Aukið aðgengi að gögnum og bætt gæði gagna m.a. fyrir lífsferilsgreiningar.

Tengiliður:

Elín Þórólfsdóttir, HMS, elin.thorolfsdottir@hms.is