5.1.2. Gera lífsferilsgreiningar á öllum BREEAM-vottuðum nýbyggingum Reykjavíkurborgar

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Þar á meðal verður losun vegna byggingarefna metin, í samræmi við aðgerðir um vistvæn mannvirki í loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021-2025.

Markmið: Að meta og draga úr losun vegna mannvirkja í kolefnisspori Reykjavíkurborgar.

Ábyrgð: Reykjavíkurborg.

Tími: 2022 og áfram.

Staðan janúar 2023

Aðgerð lokið.

Komið er í fast ferli að lífsferilsgreiningar séu gerðar á öllum BREEAM-vottuðum nýbyggingum Reykjavíkurborgar.

Í janúar 2023 höfðu verið gerðar lífsferilsgreiningar fyrir fimm byggingar Reykjavíkurborgar og unnið að greiningum fyrir tvær byggingar á hönnunarstigi. Í fjórum greiningum af sjö var unnin valkostagreining sem nýtt er við val á byggingarefnum.

Í janúar 2023 var lokið við uppfærslu á grænum ramma (Green Bond Framework) Reykjavíkurborgar vegna útgáfu grænna skuldabréfa. Í græna rammanum er skilgreint hvaða fjárfestingar geta fallið undir fjármögnun Reykjavíkurborgar með grænum skuldabréfum.

Í nýjum ramma uppfylla umhverfisvottaðar byggingar aðeins kröfur um græna fjármögnun að því tilskyldu að unnar séu lífsferilsgreiningar fyrir mannvirkið þar sem innbundið kolefni (e. embedded carbon) er metið sérstaklega og niðurstöður lífsferilsgreiningar nýttar við val á byggingarefnum og lausnum.

Lokaafurð aðgerðar

Komið er í fast ferli að lífsferilsgreiningar séu gerðar á öllum BREEAM-vottuðum nýbyggingum Reykjavíkurborgar.

Niðurstöður lífsferilsgreininganna eru nýttar sem sönnunargögn vegna BREEAM-vottana bygginganna.

Annað tengt efni

Greinargerð um Kleppsveg 150-150.

Tengiliðir

Sólveig Björk Ingimarsdóttir, solveig.bjork.ingimarsdottir@reykjavik.is

Hulda Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar, Reykjavíkurborg, hulda.hallgrimsdottir@reykjavik.is