5.1.5. Innleiða skilyrði fyrir útreikninga á kolefnisspori opinberra verkefna

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Innleitt verði ákvæði í byggingarlöggjöf sem setur skilyrði um útreikninga á kolefnislosun með lífsferilsgreiningu, í tilteknum opinberum mannvirkjaverkefnum. Greinargerð með útreikningum um fyrirhugað kolefnisspor fylgi aðaluppdráttum við umsókn byggingarleyfa og uppfærð greining með lokaúttekt.

Markmið: Að auka aðhald í losun í opinberum mannvirkjaframkvæmdum, auðvelda markmiðasetningu um samdrátt í losun, auka almenna þekkingu á losun og þekkingu á loftslagsvænum lausnum. Að hið opinbera sé fyrirmynd í innleiðingu á lífsferilsgreiningum.

Ábyrgð: Innviðaráðuneyti og HMS.

Tími: 2023.

Staðan mars 2024

Aðgerð lokið.

Innleiðing á lífsferilsgreiningum í byggingarreglugerð (sbr. aðgerð 5.1.3.) miðar við að skilyrði fyrir útreikninga á kolefnisspori opinberra nýbygginga og nýbyggina á almennum markaði verði innleidd á sama tíma, þ.e. frá og með 1. september 2025 (þ.e. aðgerðir 5.1.5. og 5.1.9.).

Aðgerðin verður unnin í tengslum við heildarendurskoðun á byggingarreglugerð; verkefni sem á að klárast fyrir lok árs 2024.

Sjá nánari upplýsingar í umfjöllun um aðgerð 5.1.3.

Lokaafurð aðgerðar

Skylda um skil og gerð lífsferilsgreininga fyrir nýbyggingar í umfangsflokkum 2 og 3 tekur gildi 1. september 2025.

Til að stuðla að árangursríkri innleiðingu verður farin sú nýstárlega leið að vera með aðlögunartímabil, áður en til gildistöku kemur. HMS, í samstarfi við Samtök iðnaðarins og fleiri hagaðila, mun stuðla að því að tímabilið verði nýtt með markvissum hætti til að fræða og styðja við hagaðila, þannig að sem flestir hafi fengið reynslu við gerð og skil lífsferilsgreininga áður en skyldan verður að veruleika. 

Í þeim anda hafa ýmsar menntastofnanir verið hvattar sérstaklega til að bjóða upp á námskeið um gerð lífsferilsgreininga fyrir byggingar.  Að sama skapi hefur verið brýnt fyrir opinberum verkkaupum á borð við FSRE og Reykjavíkurborg að ryðja brautina og vera fyrirmyndir í skilum á lífsferilsgreiningum í rafræna skilagátt HMS. 

FSRE skilaði inn fyrstu lífsferilsgreiningunni sem VSÓ Ráðgjöf vann.

– Nálgast má reglugerð um breytingu byggingarreglugerðinni hér. Uppfærða byggingarreglugerð má nálgast hér.

– Á hms.is/lifsferilsgreining má nálgast nánari leiðbeiningar um gerð lífsferilsgreininga. Þar á meðal er einnig hægt að nálgast íslenskt meðaltalsgildihelstu fyrirspurnirrafræna skilagátt, yfirlit um helstu hugbúnaði fyrir gerð lífsferilsgreiningarnámskeið og ýmiss konar ítarefni.

– Skila þarf niðurstöðum lífsferilsgreininga til HMS í gegnum rafræna skilagátt, bæði á hönnunarstigi áður en sótt er um byggingarleyfi og á lokastigi áður en lokaúttekt fer fram.

– Hægt er að senda fyrirspurnir með því að senda tölvupóst á netfangið lca@hms.is og hringja í síma 440-6400.

– Hugmyndin er að síðan verið skilgreind sérstök grunnviðmið fyrir kolefnisspor ólíkra mannvirkja (e. limit value).

– Nálgast má reglugerð um breytingu byggingarreglugerðinni hér. Uppfærða byggingarreglugerð má nálgast hér.

Annað tengt efni

Leiðbeiningar um lífsferilsgreiningar fyrir byggingar í Danmörku.

Leiðbeiningar um lífsferilsgreiningar fyrir byggingar í Svíþjóð.

Samnorrænt samstarfsverkefni um vistvæna mannvirkjagerð: Nordic Sustainable Constructions

Tengiliðir

Elín Þórólfsdóttir, HMS, elin.thorolfsdottir@hms.is