Staðan júlí 2024
Aðgerð lokið.
Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansvottunarinnar og vinnur náið með skrifstofum Svansins á öllum Norðurlöndunum.
Til þess að vara eða þjónusta geti hlotið Svansvottun verður norræni Svanurinn að hafa mótað kröfur fyrir viðkomandi vöru- eða þjónustuflokk. Svanurinn er umhverfismerki af Týpu 1 samkvæmt ISO 14024 umhverfisvottunarstaðlinum og er einn af stofnmeðlimum Global Ecolabelling Network.
Viðmið Svansins fyrir nýbyggingar voru fyrst tekin í notkun á Norðurlöndunum árið 2003 og byggjast á tilteknum fjölda skyldukrafna ásamt valkröfum þar sem þarf að ná lágmarksfjölda stiga til að hljóta vottunina. Á Íslandi kláraði fyrsta Svansvottaða byggingin á Íslandi vottunarferlið árið 2017 og var þá þriðja útgáfa viðmiðanna í notkun. Hingað til hafa viðmiðin ekki verið þýdd fyrir á íslensku og hafa umsækjendur notast við enska útgáfu
viðiðanna. Snemma árs 2023 kom út ný útgáfa nýbyggingarviðmiðanna sem var númer fjögur í röðinni (New buildings, generation 4) og var þá farið í að þróa leiðbeiningar til að einfalda umsækjendum ferlið sem vinna að þeirri útgáfu.
Leiðbeiningarnar hafa nú verið gefnar út og birtar á heimasíðu Svansins undir ítarefni, leiðbeiningar. Þær skiptast í eftirfarandi kafla:
• Almennt um Svaninn
• Svansvottaðar byggingar; upplýsingar um hvað er hægt að votta, hvernig kröfurnar eru settar upp, helstu breytingar frá útgáfu 3 ofl.
• Umsóknarferli; hvernig á að sækja um Svansvottunarferlið
• Leyfishafi / Umsækjandi; Hver er ábyrgð leyfishafa
• Gagnavinnsla; Hvernig eigi að setja skjöl upp sem tengjast vottuninni
• Viðmiðaskjalið; Hvernig á að vinna með viðmiðaskjalið
• Gagnaskil; Hvernig gögnum er skilað inn til Svansins þegar þau eru tilbúin til yfirferðar
• Orðskýringar
• Kröfur Svansins
-Almennar kröfur
-Orka og Loftslag
-Hringrásarhagkerfi
-Byggingarvörur
-Líffræðilegur fjölbreytileiki
-Innivist
-Nýsköpun og aðrar grænar lausnir
-Gæðastjórnun framkvæmdar
Leiðbeiningarnar verða uppfærðar eftir þörfum eftir því sem viðmiðaskjalið er uppfært af
norræna Svaninum en einnig ef ábendningar berast um eitthvað sem megi betur fara eða
ef ákveðin atriði vantar sem mikilvægt er að séu í leiðbeiningunum.
Leiðbeiningarnar eru ætlarðar öllum þeim sem vinna að því að Svansvotta byggingar en
einnig geta þær nýst til að mynda söluaðilum byggingarvara og öðrum sem vinna að
einstaka kröfum
Hér má nálgast útgáfu 4 af viðmiðum Svansins fyrir nýbyggingar.
Haldin var opin kynning á nýjum viðmiðmum fyrir Svansvottaðar byggingar. Hér má nálgast upptöku af henni.
Hér má nálgast umfjöllun um nýju viðmiðin á vef Umhverfisstofnunar.
Lokaafurð aðgerðar
Nýjar leiðbeiningar fyrir umsækjendur Svansvottaðra nýbygginga útgáfa 4.
Fréttatilkynning um útgáfu nýju viðmiðanna.
Ítarefni um Svansvottaðar byggingar.
Tengiliður