Staðan nóvember 2023
Lokaafurð aðgerðar
Verkefnið á sér nokkra sögu þar sem Svanurinn á Íslandi hefur reglulega tekið fundi með mismunandi birgjum (svo sem Byko, Húsasmiðjunni, Tengi, Hegas og Álfaborg) og þá sérstaklega fyrir það starfsfólk sem sér um umhverfisstarf fyrirtækjanna.
Á þeim fundum hefur m.a. verið farið yfir efnissamþykktarferlið, mismunandi kröfur sem gerðar eru til mismunandi byggingarvara.
Haustið 2023 var stærstu söluaðilum byggingarvara boðin formleg kynning fyrir söluaðila. Kynningarefnið lagði sérstaka áherslu á að útskýra muninn á umhverfisvottuðum og samþykktum vörum, hvað þýðir áreiðanleg umhverfisvottun, hvaða vörur falla undir viðmið Svansins fyrir nýbyggingar og endurbætur o.fl.
Stefnt er að áframhaldandi kynningum sem miðast bæði að söluaðilum fyrirtækja en einnig þeim sem sjá um umhverfismál viðeigandi fyrirtækja. Markvisst verður unnið að því að bjóða kynningar hjá stærstu söluaðilunum en haldið verður áfram að bjóða upp á minni fundi fyrir minni fyrirtæki.
Vert að nefna að stofnað hefur verið til tengslahóps um umhverfisvottanir mannvirkja á vegum Grænni byggðar.
Annað tengt efni
Vistbók; gagnabanki fyrir umhverfisvænar byggingarvörur.