5.2.8. Aðlaga vottunarkerfi að íslenskum aðstæðum

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Gerðar verði rannsóknir sem nauðsynlegar eru til að gera opinberan íslenskan viðauka við BREEAM og til að hægt sé að setja fram séríslenskar kröfur í viðmiðum Svansins.

Markmið: Að vottunarkerfi séu meira aðlaðandi fyrir íslenska framkvæmdaraðila og að þau gefi raunverulegan umhverfisávinning hérlendis.

Ábyrgð: Grænni byggð og Umhverfisstofnun.

Tími: 2023.

Staðan ágúst 2023

Aðgerð lokið.

Svanurinn
Í lok febrúar 2023 voru gefin út ný viðmið Svansins fyrir nýbyggingar. Svanurinn á Íslandi tók virkan þátt í að þróa ný viðmið Svansins og var þar lögð áhersla á að taka tillit til íslenskra aðstæðna í viðmiðunum. Stefnt er að því að gefa út leiðbeiningar fyrir íslensku viðmiðin haustið 2023, sbr. aðgerð 5.2.2.

BREEAM
Stjórn Grænni byggðar hefur undanfarin ár skoðað hvernig vottunarkerfin henta íslenskum aðstæðum og hvort fýsilegt sé að gera opinberan íslenskan viðauka við BREEAM.

Skýrslan Umhverfisvæn bygging í íslensku samhengi frá 2019 veitir innsýn í hvernig helstu kröfur í BREEAM vottunarkerfinu og Svaninum samræmast þágildandi byggingarreglugerð og séríslenskum aðstæðum. Kortlagðir eru helstu málaflokka þeirra umhverfisvottunarkerfa sem notuð hafa verið á Íslandi, t.d. orkunotkun bygginga, notkun byggingarefna og úrgangsmál, og kannað hvaða kröfur eru gerðar í þessum málaflokkum í vottunarkerfunum og í byggingarreglugerð. Þá eru lagðar fram tillögur að þeim þáttum/kröfum/viðmiðum sem taka þarf tillit til svo að bygging geti kallast umhverfisvæn í íslensku samhengi.

Stjórn Grænni byggðar hefur tekið ákvörðun um að gerast ekki umsjónaraðili BREEAM að svo stöddu. Því er ólíklegt að íslenskur viðauki verði gefinn út á næstu árum. Grænni byggð mun hins vegar stofna tengslahóp fyrir BREEAM hagaðila með það markmið að deila þekkingu og reynslu, og þar að leiðandi auðvelda ferlið.

Lokaafurð aðgerðar

Ný og uppfærð viðmið Svansins fyrir nýbyggingar.

Annað tengt efni

Ítarefni um Svansvottaðar byggingar.

Fjöldi skýrslna Grænni byggðar frá 2019-2020, vegna rannsóknarverkefnis um Breeam og Svaninn. Markmið þess var að framkvæma prófanir og leiðbeiningar á kerfunum og rannsaka hvernig þau aðlagast aðstæðum á íslenskum byggingarmarkaði.

Tengiliður

Bergþóra Kvaran, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, bergthora.kvaran@umhverfisstofnun.is

Áróra Árnadóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar, arora@graennibyggd.is