Staðan nóvember 2023
Aðgerð lokið.
Aðgerð 5.3.2. á rót sína að rekja til tillögu að endurskoðaðri landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem var lögð fram á Alþingi 2021 en var ekki samþykkt. Endurskoðun landsskipulagsstefnu var lögð fram á haustþingi 2023 (sbr. aðgerð 5.3.4.).
Skipulagsstofnun og Samtök Sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að þróun leiðbeininga um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli. Leiðbeiningarnar eru unnar í samstarfi við Teiknistofuna STIKU en að verkefninu komu einnig EFLA og Landmótun landslagsarkitektar.
Leiðbeiningunum er meðal annars ætlað að styðja við útfærslu stefnumörkunar um 20 mínútna hverfið, eða 20 mínútna bæinn, sem felur í sér mótun byggðar, bæjarrýmis og samgangna út frá mannlegum mælikvarða og að íbúar geti sinnt helstu daglegu þörfum í göngufæri frá heimili.
Vinnslutillaga að leiðbeiningunum var birt til kynningar í júní 2023 og lokaútgáfa gefin út í nóvember 2023.
Lokaafurð aðgerðar
Mannlíf, byggð og bæjarrými: leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur
Annað tengt efni
Umfjöllun um Mannlíf, byggð og bæjarrými á vef Skipulagsstofnunar
Verkfærakista sveitarfélaga í loftslagsmálum
Tengiliður
Ester Anna Ármannsdóttir, sviðstjóri, svið stefnumótunar og miðlunar hjá Skipulagsstofnun, ester.armannsdottir@skipulag.is