Search
Close this search box.

5.3.2. Gefa út leiðbeiningar um útfærslu 20 mínútna bæja og hverfa

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Leiðbeiningar um sjálfbært skipulag þéttbýlis og útfærslu 20 mínútna bæja og hverfa verði unnar og kynntar sveitarfélögum og hönnuðum. Þar verði sjónum meðal annars beint að sterkari nærþjónustu, eflingu vistvænna samgöngumáta, bættri aðstöðu til útivistar og móttöku úrgangs ásamt því að atvinna sé staðsett þannig að dregið sé úr ferðaþörf.

Markmið: Að bæta þekkingu á loftslagsmiðuðu skipulagi sem styður við vistvænan lífsstíl íbúa.

Ábyrgð: Skipulagsstofnun og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Staðan í maí 2022: Framkvæmd hafin.

Tími: 2021-2022.

Staðan nóvember 2023

Aðgerð lokið.

Aðgerð 5.3.2. á rót sína að rekja til tillögu að endurskoðaðri landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem var lögð fram á Alþingi 2021 en var ekki samþykkt. Endurskoðun landsskipulagsstefnu var lögð fram á haustþingi 2023 (sbr. aðgerð 5.3.4.). 

Skipulagsstofnun og Samtök Sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að þróun leiðbeininga um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli. Leiðbeiningarnar eru unnar í samstarfi við Teiknistofuna STIKU en að verkefninu komu einnig EFLA og Landmótun landslagsarkitektar.

Leiðbeiningunum er meðal annars ætlað að styðja við útfærslu stefnumörkunar um 20 mínútna hverfið, eða 20 mínútna bæinn, sem felur í sér mótun byggðar, bæjarrýmis og samgangna út frá mannlegum mælikvarða og að íbúar geti sinnt helstu daglegu þörfum í göngufæri frá heimili.

Vinnslutillaga að leiðbeiningunum var birt til kynningar í júní 2023 og lokaútgáfa gefin út í nóvember 2023.

Lokaafurð aðgerðar

Mannlíf, byggð og bæjarrými: leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur

Annað tengt efni

Umfjöllun um Mannlíf, byggð og bæjarrými á vef Skipulagsstofnunar

Skipulagsgáttin

Skipulagsvefsjá

Verkfærakista sveitarfélaga í loftslagsmálum

Tengiliður

Ester Anna Ármannsdóttir, sviðstjóri, svið stefnumótunar og miðlunar hjá Skipulagsstofnun, ester.armannsdottir@skipulag.is