5.3.5. Löggjöf um skipulag rýnd m.t.t. til loftslagsmála

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Lög og reglugerðir um skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum verði rýnd m.t.t. settra markmiða í loftslagsmálum. Meðal annars verði skoðað hvort setja megi ákvæði í skipulagslög um að við skipulagsvinnu verði kolefnisspor haft að leiðarljósi. Í því sambandi verði til dæmis horft til lífsferilsgreininga og samgöngumats, en einnig til aðlögunar að loftslagsbreytingum. Skipulagsverkefni sveitarfélaga verði þannig unnin með áherslu á loftslagsvæna byggð og umhverfi.

Markmið: Að löggjöf um skipulag þróist þannig að til staðar verði skýr hvatning og grundvöllur fyrir loftslagsmiðaða skipulagsgerð. Að nýtt séu tækifæri við skipulagsvinnu til að skipuleggja loftslagsvæna byggð og hafa þannig áhrif á losun samfélaga.

Ábyrgð: Innviðaráðuneyti og Skipulagsstofnun.

Tími: 2022-2023.

Staðan júní 2024

Aðgerð í endurmat.

Aðgerð í endurmat, í ljósi aðgerða 1 og 2 í aðgerðaáætlun Landsskipulagsstefnu.

Aðgerðin 5.3.5. á rót sína að rekja til tillögu að endurskoðaðri landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem var lögð fram á Alþingi 2021 en var ekki samþykkt þá. Landskipulagsstefna var samþykkt í maí 2024. Ljóst er að endurskoða þarf aðgerðina með tilliti til endurskoðaðrar landskipulagsstefnu

Lokaafurð aðgerðar

Aðgerð í endurmat.

Annað tengt efni

Landskipulagsstefna

Tengiliður

Ester Anna Ármannsdóttir, sviðsstjóri, svið stefnumótunar og miðlunar hjá Skipulagsstofnun, ester.armannsdottir@skipulag.is