5.3.8. Nýting og viðhald fermetra

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í maí 2025:

Lýsing á aðgerð: Aðgerðin miðar að því að útbúa leiðbeiningar fyrir aðlögun mannvirkja að loftslagsbreytingum með áherslu á hönnun sem tekur mið af náttúruvá, endurnýtingu og náttúruvænum lausnum. Þetta felur í sér kortlagningu helstu áhættuþátta. Þróun lausna byggðum á náttúrumiðuðum nálgunum, með áherslu á líffræðilega fjölbreytni og endurnýtingu. Hagnýtar aðferðir fyrir skipulag og hönnun bygginga og innviða.

Markmið: Tryggja að byggingar og innviðir séu hannaðir með tilliti til loftslagsbreytinga, með áherslu á áhættuminnkun og langtíma sjálfbærni. Stuðla að hagnýtri þekkingu með skýrum leiðbeiningum sem nýtast hagaðilum í mannvirkjagerð.

Ábyrgð: HMS, URN, Sambandið

Tími: 2025-2028

Lokaafurð: Upplýsingar fyrir hagaðila í byggingargeiranum um betri nýtingu mannvirkja, fjölnota byggingar, sveigjanlega hönnun og samfélagsmiðað húsnæði. Greining á stöðu og hindrunum í regluverki sem snúa að breyttri og fjölbreyttri notkun mannvirkja, ásamt því að varpa ljósi á hvaða aðstæður, skilyrði og breytingar myndu styðja slíka þróun.

Tengiliður:

Elín Þórólfsdóttir, HMS, elin.thorolfsdottir@hms.is