Staðan mars 2023
Aðgerð lauk í desember 2021, þegar HMS og SI sendu fjármálaráðuneytinu tillögur Byggjum grænni framtíð að hvötum fyrir vistvæna mannvirkjagerð. Tillögurnar voru unnar í samráði við fjölda hagaðila mannvirkjageirans.
Í febrúar 2023 kom út skýrsla starfshóps um skatta og skattaívilnanir á sviði umhverfismála, sem m.a. byggði á tillögum BGF.
Hópurinn leggur fram tillögur á níu sviðum, meðal annars varðandi vistvæna mannvirkjagerð.
Lagðar eru fram tveir fjárhagslegir hvatar til vistvænnar mannvirkjagerðar. Sá fyrri felst í því að auka fjármagn til Asks – mannvirkjarannsóknarsjóðs. Sá seinni felst í greiningu á kostum og göllum þess að endurgreiðsluheimild VSK til byggjenda og eigenda íbúðarhúsnæðis vegna byggingar, endurbóta eða viðhalds taki mið af umhverfissjóðnarmiðum.