Staðan ágúst 2023
- Laufið er stafrænn vettvangur þar sem stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta sameinast og hagnýtt sér fjölbreytt verkfæri í vegferð að sjálfbærari fyrirtækjarekstri, samfélagslegri ábyrgð og í baráttunni við loftslagsvánna.
- Nú er unnið að aðlögun vettvangsins fyrir byggingariðnaðinn með það að markmiði að auðvelda öllum hagaðilum að stíga skref í átt að umhverfisvænni mannvirkjagerð.
- Verkefnið fékk styrk úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði við úthlutun fyrir árið 2022.
Lokaafurð aðgerðar
Verkefnið felur í sér aðlögun á Grænum skrefum atvinnulífsins fyrir byggingariðnaðinn, bæði efnislega og í hugbúnaði. Verkefnið nær til fjölbreyttra fyrirtækja í
byggingariðnaði, byggingarvöruframleiðanda, söluaðila, hönnuða, verktaka og eigendur mannvirkjaframkvæmda og mannvirkja og nær því yfir mjög breitt umfang,
breiðara en margar umhverfisvottanir gera kröfur til. Markmiðið er að auðvelda öllum aðilum í byggingariðnaði að stíga skref í átt að umhverfisvænni mannvirkjagerð en samkvæmt Vegvísi í vistvænni mannvirkjagerð er skortur á hagnýtri þekkingu í málaflokknum.
Grænu skrefin í byggingariðnaði verða aðgengileg í hugbúnaði Laufsins ásamt þeim lausnum sem hugbúnaðurinn býður nú þegar upp á. Mikilvægt er að skrefin séu aðgengileg og að auðvelt sé að stíga þau og feta þannig veginn í átt að sjálfbærri mannvirkjagerð. Reynt hefur verið eftir bestu getu að hafa skrefin fjölbreytt, á mismunandi sviðum, á mismunandi erfiðleikastigi og á mannamáli.