6.11. Íslensk vottun á kolefnishlutlausum mannvirkjum

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í maí 2025:

Aðgerðin miðar að því að móta og innleiða vottunarkerfi fyrir kolefnishlutlaus mannvirki, sem er sérsniðið að íslenskum aðstæðum. Vottunin mun byggja á skilgreiningu á kolefnishlutleysi mannvirkja úr aðgerð 5.1.7. Markmiðið er að auðvelda og hvetja til byggingar kolefnishlutlausra mannvirkja með hagrænum hvötum, vistvænum innkaupum, og aðgengilegu umsóknar- og vottunarferli. Vottunin styðst við fyrirmyndir frá nágrannalöndum þar sem allir geta sótt um vottun.

Markmið: Hvetja til kolefnishlutlausrar byggingar með því að bjóða upp á skýrt og aðgengilegt vottunarferli fyrir alla sem vilja sækja um vottun vegna áforma um byggingu kolefnishlutlauss mannvirkis.

Ábyrgð: Grænni byggð

Tími: 2025-2028

Lokaafurð: Fullmótað ferli fyrir vottun á kolefnishlutlausum mannvirkjum. Ásamt  kynningum á vottununni og leiðbeiningum um hvernig sótt er um. Notendavænt og aðgengilegt umsóknarferli.

Tengiliður:

Elín Þórólfsdóttir, HMS, elin.thorolfsdottir@hms.is