Staðan ágúst 2023
Aðgerð lokið.
Á fundinn, sem haldinn var á teams, mættu tæplega 40 aðilar. Sendur var póstur á yfir 400 aðila frá öllum sveitarfélögum landsins en einnig fór auglýsing út í fréttabréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Á fundinum voru alls sjö erindi og var Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins fundarstjóri. Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
Opnun fundar: Fundarstjóri og Elín Þórólfsdóttir teymisstjóri hjá HMS
Sveitarfélög og lofslagsmál: Arnar Þór Sævarsson framkvæmdarstjóri sambandsins
Svansvottaðar byggingar: Bergþóra Góa Kvaran sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
Hvernig hefur Reykjavíkurborg stuðlað að vistvænni mannvirkjagerð: Hulda Hallgrímsdóttir og Sólveig Björk Ingimarsdóttir, verkefnastjórar hjá Reykjavíkurborg
Grænar lánveitngar til fyrirtækja hjá Byggðastofnun: Hrund Pétursdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Byggðastofnun
Grænar lánveitngar hjá Íslandsbanka: Rúnar Jónsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka
Græn lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga.
Lokaafurð aðgerðar
Annað tengt efni
Á síðu Hafnarfjarðabæjar þar sem gjaldskrá bæjarins er birt segir:
“Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 29. maí 2019, að innleiða hvata til að hvetja framkvæmdaraðila til þess að fá Svansvottun, Breeam vottun eða sambærilegt á nýbyggingar, meðal annars í formi afsláttar af lóðarverði. Bæjarstjórn samþykkir að afsláttur af lóðarverði vegna Svansvottaðs húss verði 20%. Einnig er lagt til að byggingar með Breeam einkunn „Very good“ 55% fái 20% afslátt af lóðarverði og við Breeam einkunn „Excellent“ 70% verði afsláttur af lóðarverði 30%.
- Við úthlutun lóðar greiðir lóðarhafi fullt lóðarverð
- Hafi byggingaraðili fengið vottun um að mannvirkið fullbúið uppfylli skilyrði Svansvottunar, BREEAM einkunn „Very good“ 55% (final), BREEAM einkunn „Excellent“ 70% (final) eða sambærilegt, afhendir hann sveitarfélaginu vottun um slíkt frá viðurkenndum vottunaraðila.
- Þegar lokaúttektarvottorð er gefið út fær lóðarhafi endurgreitt 20% eða 30% af lóðarverði samanber samþykkt bæjarstjórnar frá 29. maí 2019 á þeirri vísitölu er gildir við útgáfu lokaúttektarvottorðs.”
Tengiliðir
Gyða Einarsdóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, gyda.einarsdottir@samband.is