6.3. Stuðla að vistvænni húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík með verkefninu Grænt húsnæði framtíðarinnar

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Reykjavíkurborg hefur sett af stað verkefnið Grænt húsnæði framtíðarinnar . Með því og öðrum tengdum verkefnum, eins og Reinventing Cities (C40), er ætlunin að styðja við og gera húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík sjálfbærari. Í verkefninu úthlutar Reykjavíkurborg fimm lóðum sem á að þróa með vistvænum hætti í samstarfi við byggingariðnaðinn. Borgin mun í framhaldinu draga lærdóm af verkefnunum og þróa áfram hvernig vinna megi með grænar áherslur í húsnæðisuppbyggingu í borginni til lengri tíma litið.

Markmið: Að hvetja og styðja við þróun og uppbyggingu á vistvænni mannvirkja í Reykjavík.

Ábyrgð: Reykjavíkurborg.

Staðan í maí 2022: Framkvæmd hafin.

Tími: 2021-2024.

Staðan desember 2024

Aðgerð lokið

Í upphafi árs 2022 var auglýst eftir tillögum að vistvænni húsnæðisþróun á fimm lóðum víðsvegar um Reykjavík. Vinningsteymi voru fundin af samkeppnisdómnefnd fyrir hverja lóð fyrir sig.

Verkefnið snýr að samstarfi á lóðunum til að styðja við uppbyggingu vistvænni mannvirkja þar sem dregið er úr neikvæðum áhrifum á loftslag og umhverfi. Verkefnið er hluti Græna plans Reykjavíkur og tekur mið af aðalskipulagi og loftslagsstefnu en í því er horft heildrænt á efnahagslega-, samfélagslega og umhverfislega sjálfbærni.

Á Frakkastíg 1 fer IÐA fyrir þróuninni með dönsku arkitektastofunni Lendager sem sér um hönnun hússins þar sem Arnhildur Pálmadóttir arkitekt er í broddi fylkingar. Framkvæmd verkefnisins er hafin. Verkefnið hlaut styrk úr Aski – Mannvirkjarannsóknarsjóði við úthlutun 2022. Búið er að auglýsa deiliskipulag á Veðurstofureit. Þremur hlutskörpustu teymum í hugmyndasamkepni um Grænt húsnæði framtíðarinnar var boðið að taka þátt í skipulagssamkeppni fyrir svæðið. Lendager vann þá keppni og var Grænt húsnæði framtíðarinnar-teyminu boðið í samráð vegna heildarskipulags svæðisins. Viðræður eri í gangi vegna Arnarbakka 10 og Völvufells.

Grænt húsnæði framtíðarinnar hefur verið hluti af Evrópusambandsverkefninu SPARCS sem hefur greint ferla verkefnisins og komið með tillögur að endurbótum. Þær tillögur verða notaðar í áframhaldandi þróun verkefnisins ef ákveðið verður að bjóða út fleiri lóðir í tengslum við Grænt húsnæði framtíðarinnar.

Lokaafurð aðgerðar

Uppbygging vistvænna mannvirkja á eftirfarandi reitum í Reykjavík: Arnarbakki 6, Völvufell 13-23, Völvufell 43, Frakkastígur 1 og Veðurstofureitur.

Verkefnið Grænt húsnæði framtíðarinnar hefur stuðlað að vistvænni húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík með þróun fimm lóða. Framkvæmdir hafa hafist á Frakkastíg 1 undir stjórn IÐU og Lendager-stofunnar, deiliskipulag fyrir Veðurstofureit hefur verið auglýst, og viðræður standa yfir vegna lóða á Arnarbakka og Völvufelli. Tillögur Evrópusambandsverkefnisins SPARCS hafa lagt grunn að frekari þróun grænna áherslna í húsnæðisuppbyggingu borgarinnar.

Annað tengt efni

Heimasíða verkefnisins Grænt húsnæði framtíðarinnar.

Heimasíða Græna plansins.

Tengiliður

Hulda Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar, Reykjavíkurborg, hulda.hallgrimsdottir@reykjavik.is