Staðan mars 2024
Aðgerð hafin.
Aðgerðin er unnin af Ríkiskaupum í samstarfi við Grænni byggð og SI. Hún er styrkt af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.
Vinna við aðgerðina hefur dregist en mun ljúka vorið 2024.
Í janúar 2024 lágu fyrir niðurstöður könnunar sem gerð var meðala verkkaupa og verktaka um umhverfisskilyrði í útboðum.
Þann 6. mars 2024 var haldin opin vinnustofa á vegum Grænni byggðar, SI, Ríkiskaupa og HMS um umhverfisskilyrði í útboðum. Þar voru niðurstöðurnar m.a. kynntar og safnað frekara fóðri, sem nýtt verður í gerð leiðbeininga og sýnidæma.
Lokaafurð aðgerðar
Leiðbeiningar um vistvæn innkaup fyrir mannvirkjagerð og sýnidæmi um umhverfisvænar hæfiskröfur og valforsendur fyrir mannvirkjaframkvæmdir. Verður gefið út í maí 2024.
Annað tengt efni
Umhverfisskilyrði fyrir byggingaframkvæmdir – grunnviðmið
Umhverfisskilyrði fyrir byggingarframkvæmdir – ítarviðmið
Tengiliður
Ragnar Ómarsson, Verkís og Grænni byggð, rom@verkis.is