Search
Close this search box.

6.4. Gefa út leiðbeiningar um vistvæn innkaup fyrir mannvirkjagerð og sýnidæmi um umhverfisvænar hæfiskröfur og valforsendur fyrir mannvirkjaframkvæmdir

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Einfaldar leiðbeiningar um hvernig má í opinberum innkaupum stuðla að vistvænni mannvirkjagerð og viðhaldi (bæði í útboðum og verðfyrirspurnum). Auk þess verða tekin saman sýnidæmi um skilyrði, hæfiskröfur og valforsendur um umhverfismál í útboðum fyrir mannvirkjaframkvæmdir.

Markmið: Að auðvelda opinberum verkkaupum öll vistvæn innkaup fyrir mannvirkjaframkvæmdir.

Ábyrgð: Ríkiskaup.

Staðan í maí 2022: Aðgerð fjármögnuð af URN. Framkvæmd hafin.

Tími: 2021-2022.

Staðan mars 2024

Aðgerð hafin.

Aðgerðin er unnin af Ríkiskaupum í samstarfi við Grænni byggð og SI. Hún er styrkt af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Vinna við aðgerðina hefur dregist en mun ljúka vorið 2024.

Í janúar 2024 lágu fyrir niðurstöður könnunar sem gerð var meðala verkkaupa og verktaka um umhverfisskilyrði í útboðum.

Þann 6. mars 2024 var haldin opin vinnustofa á vegum Grænni byggðar, SI, Ríkiskaupa og HMS um umhverfisskilyrði í útboðum. Þar voru niðurstöðurnar m.a. kynntar og safnað frekara fóðri, sem nýtt verður í gerð leiðbeininga og sýnidæma.

Lokaafurð aðgerðar

Leiðbeiningar um vistvæn innkaup fyrir mannvirkjagerð og sýnidæmi um umhverfisvænar hæfiskröfur og valforsendur fyrir mannvirkjaframkvæmdir. Verður gefið út í maí 2024.

Annað tengt efni

Umhverfisskilyrði fyrir byggingaframkvæmdir – grunnviðmið

Umhverfisskilyrði fyrir byggingarframkvæmdir – ítarviðmið

Tengiliður

Ragnar Ómarsson, Verkís og Grænni byggð, rom@verkis.is