6.6. Tryggja framboð á lánum frá opinberum fjármálastofnunum til vistvænnar mannvirkjagerðar, endurbóta og viðhalds, í samræmi við starfsemi viðkomandi aðila

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Stofnanir á borð við HMS, Byggðastofnun og Lánasjóð sveitarfélaga skoði leiðir til að tryggja lánaframboð til umhverfisvænnar mannvirkjagerðar, með fjölbreyttum hætti og á hagstæðum lánakjörum.

Markmið: Að fjölga leiðum til grænnar fjármögnunar innan mannvirkjageirans.

Ábyrgð: HMS, Lánasjóður sveitarfélaga, Byggðastofnun.

Staðan í maí 2022: Framkvæmd hafin.

Tími: 2021 og áfram.

Staðan mars 2024

Í vinnslu.

Byggðastofnun og Lánasjóður sveitarfélaga bjóða upp á lán til umhverfisvænnar mannvirkjagerðar.

Á árinu 2024 býður HMS auka fjármagn til þeirra stofnframlagshafa sem gera lífsferilsgreiningar, til að standa undir kostnaði við gerð lífsferislgreininga að hluta eða öllu leyti.

Lokaafurð aðgerðar

Lokaafurð aðgerðar felst í að opinberar lánastofnanir fjölgi leiðum til grænnar fjármögnunar innan mannvirkjageirans.

Annað tengt efni

Græn lán hjá Byggðastofnun.

Grænar lánveitingar til sveitarfélaga hjá Lánastofnun sveitarfélaga.

Stofnframlög HMS.

Tengiliður

Elín Þórólfsdóttir HMS, elin.thorolfsdottir@hms.is