6.7. Skoða hvort gefa þurfi út samræmd viðmið fyrir græna fjármögnun og sjálfbærar fjárfestingar í mannvirkjagerð

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Skoða þarf hvers konar viðmið það gætu verið (umhverfisvottanir, niðurstöður lífsferilsgreininga, orkunýting o.s.frv.) og hvers konar verkefni falli þar undir. Hægt væri að byggja m.a. á viðmiðum í nágrannalöndum.

Markmið: Að stuðla að auknu framboði og eftirspurn á fjármögnun fyrir vistvæna mannvirkjagerð.

Ábyrgð: Óljóst.

Tími: 2022

Staðan ágúst 2023

Aðgerð lokið.

Fulltrúar Byggjum grænni framtíð og Grænni byggðar hafa verið í samtali við fjármálastofnanir og samstarfsvettvanga þeirra varðandi þessa aðgerð.

Fjármálastofnanir virðast ekki kalla sterkt eftir slíkum samræmdum viðmiðum, umfram umhverfisvottanir, orkuflokkun mannvirkja og greiningu á kolefnislosun mannvirkja með lífsferilsgreiningum.

Í því sambandi er vert að geta þess að aðgerðir 5.2.1.-5.2.8. í vegvísinum eru allar til þess fallnar að stuðla að auknum fjölda umhverfisvottaðra bygginga. Við aðgerð 5.1.1. má þannig nálgast niðurstöður rannsókna á vegum Grænni byggðar um fjárhagslegan og umhverfislegan ávinning af umhverfisvottuðum mannvirkjum.

Þá er verið að vinna rannsóknaverkefni svo hægt verði að innleiða orkuflokkun mannvirkja (sjá aðgerð 3.2.). Auk þess er unnið að gerð samræmdrar aðferðar við útreikninga á kolefnislosun íslenskra bygginga (sjá aðgerð 5.1.3).

Lokaafurð aðgerðar

Umhverfisvottanir, orkuflokkun mannvirkja og greining á kolefnisspori mannvirkja með lífsferilsgreiningum eru þau viðmið sem helst er hægt að nota fyrir græna fjármögnun og sjálfbærar fjárfestingar.

Um þessar mundir er verið að vinna að rannsóknarverkefnum til að innleiða bæði orkuflokkun mannvirkja og samræmda aðferðafræði við útreikninga á kolefnislosun mannvirkja með lífsferilsgreiningum.

Annað tengt efni

Skýrslur Grænni byggðar um umhverfislegan ávinning af Breeam-vottun og fjárhagslegan ávinning af umhverfisvottunum (sbr. aðgerð 5.2.1.).

Grein hjá IcelandSIF, frá 27. október 2020: Hvað er EU Taxonomy?

Heimasíða Breeam.

Ný og uppfærð viðmið Svansins fyrir nýbyggingar

Ítarefni um Svansvottaðar byggingar.

Fjöldi skýrslna Grænni byggðar frá 2019-2020, vegna rannsóknarverkefnis um Breeam og Svaninn. Markmið þess var að framkvæma prófanir og leiðbeiningar á kerfunum og rannsaka hvernig þau aðlagast aðstæðum á íslenskum byggingarmarkaði.

Skýrsla Grænni byggðar Umhverfisvæn bygging í íslensku samhengi frá 2019. Markmið verkefnisins var að kortleggja helstu málaflokka þeirra umhverfisvottunarkerfa sem notuð hafa verið á Íslandi, t.d. orkunotkun bygginga, notkun byggingarefna og úrgangsmál; kanna hvaða kröfur eru gerðar í þessum málaflokkum í vottunarkerfunum og í byggingarreglugerð. Einnig að skoða hvort um er að ræða sér íslenskar aðstæður varðandi ákveðna
málaflokka.

Tengiliður

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, HMS, thora.thorgeirsdottir@hms.is