6.8. Stofna samkeppnissjóð fyrir byggingariðnaðinn

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Sjóðurinn veiti a.m.k. árlega styrki til rannsókna og nýsköpunar innan byggingargeirans, meðal annars til þróunar í umhverfismálum. Þannig væri unnt að örva framleiðslu á innlendum, vistvænum byggingarefnum, auka rannsóknir á endurnýtingu byggingar- og niðurrifsúrgangs m.t.t. gæða og íslenskra aðstæðna, bæta orkunýtingu o.s.frv.

Markmið: Að efla rannsóknir og nýsköpun innan mannvirkjageirans, meðal annars í tengslum við vistvæna mannvirkjagerð.

Ábyrgð: Innviðaráðuneytið, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og HMS.

Staðan í maí 2022: Framkvæmd lokið með stofnun Asks – mannvirkjarannsóknarsjóðs.

Tími: 2021

Staðan október 2021

Aðgerð lokið.

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður var settur á fót haustið 2021 en hann er fjármagnaður af innviðaráðuneytinu og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpnarráðunehytinu. HMS annast alla umsýslu hans og rekstur.

Askur veitir styrki til mannvirkja­rannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskor­unum á sviði mannvirkjagerðar. Áherslur sjóðsins snúa einkum að samfélagslegum áskorunum í byggingariðnaði, svo sem rakaskemmdum í mannvirkjum og aðgerðum til lækkunar kolefnisspors.

Við hverja úthlutun er horft til þarfa, eðlis og áskorana á sviði mannvirkjagerðar, áherslu á nýsköpun og markmiða um sjálfbærni. Fyrsta úthlutun úr Aski var auglýst haustið 2021 og fór formleg úthlutun fram í mars 2022. Önnur úthlutun úr Aski var auglýst í september 2022 og var fór úthlutun formlega fram þann 22. febrúar 2023.

Áhersluþættir ársins 2022 voru:

  • Byggingargallar, raki og mygla
  • Byggingarefni
  • Orkunýting og losun
  • Tækninýjungar
  • Gæði

Lokaafurð aðgerðar

Lokaafurð aðgerðar felst í stofnun sjóðs sem veitir a.m.k. árlega styrki til rannsókna og nýsköpunar innan byggingargeirans, meðal annars til þróunar í umhverfismálum.

Annað tengt efni

Heimasíða Asks.

Heimasíða Tækniþróunarsjóðs.

Heimasíða Orkusjóðs

Heimasíða Loftslagssjóðs.

Heimasíða Tækniseturs.

Tengiliður

Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, HMS, verkefnastjóri Asks, hrafnhildur.hrafnsdottir@hms.is

Styrkþegar Asks 2021 og 2022

T.v. Styrkþegar við formlega úthlutun úr Aski, í Veröld – húsi Vigdísar í mars 2022.

T.h. Styrkþegar við formlega úthlutun úr Aski, hjá HMS í febrúar 2023.