Alls hafa 33 sérfræðingar frá 23 fyrirtækjum/stofnunum/félagasamtökum nú hafið störf í sex hópum á vegum verkefnisins Byggjum grænni framtíð.
Hópar 1 til 5 munu starfa frá janúar til mars 2021 en hlutverk þeirra er að skilgreina aðgerðir til að minnka losun og umhverfisáhrif mannvirkja- og byggingargeirans m.t.t. byggingarefna, skipulags og hönnunar mannvirkja, framkvæmdasvæða, notkunartíma mannvirkja og loka á líftíma þeirra.
Haldnar verða fimm vinnustofur á vegum hópanna í byrjun mars auk þess sem þeir munu í störfum sínum leita eftir þekkingu og reynslu annarra hagaðila innan byggingar- og mannvirkjageirans. Stefnt er að því að hóparnir skili inn tillögum sínum 26. mars 2021.
Hópur 6 hóf störf í byrjun janúar. Viðfangsefni hans felst í að meta losun mannvirkja- og byggingargeirans á viðmiðunarári (2018 eða 2019) og koma slíkum mælingum í fastan farveg í framhaldinu. Þá mun hópurinn taka við tillögum hópa 1 til 5 og meta í framhaldinu áhrif þeirra aðgerða á losun iðnaðarins.
Gagna er m.a. aflað frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Umhverfisstofnun, Fasteignaskrá, Hagstofunni, Orkustofunun og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Hópur 1 – Byggingarefni • Helga Jóhanna Bjarnadóttir – Efla (hópstjóri) • Gyða Mjöll Ingólfsdóttir – Reykjavíkurborg • Helgi S. Ólafsson – Vegagerðin • Hildur Hrólfsdóttir – NLSH • Hrólfur Karl Cela – Basalt arkitektar • Logi Unnarson Jónsson – Límtré Vírnet |
Hópur 2 – Framkvæmdasvæði • Haukur Þór Haraldsson – Verkís (hópstjóri) • Bergur Helgason – ÞG verk • Birgir Kristjánsson – Íslenska gámafélagið • Ólafur Sveinn Haraldsson – Vegagerðin |
Hópur 3 – Notkun • Sandra Rún Ásgrímsdóttir – Mannvit (hópstjóri) • Alma Dagbjört Ívarsdóttir – Mannvit • Ástrún Eva Sívertsen – Reykjavíkurborg • Halldór Eiríksson – T.ark • Harpa Sif Gísladóttir – Efla • Ragnar Ómarsson – Verkís |
Hópur 4 – Lok líftíma • Alexandra Kjeld – Efla (hópstjóri) • Árni Friðriksson, arkitekt – ASK • Bryndís Skúladóttir – VSÓ • Freyr Eyjólfsson – Terra • Gyða Sigríður Björnsdóttir – Sorpa • Þorbjörg Sævarsdóttir – Vegagerðin |
Hópur 5 – Skipulag og hönnun • Stefán Gunnar Thors – VSÓ (hópstjóri) • Björn Guðbrandsson – ARKÍS • Hafþór Ægir Sigurjónsson – KPMG • Hólmfríður Bjarnadóttir – Veitur • Ólöf Kristjánsdóttir – Mannvit • Sólveig Helga Jóhannsdóttir – Garðabær |
Hópur 6 – Mælingar • Sigríður Ósk Bjarnadóttir – VSÓ/HÍ (hópstjóri) • Björn Marteinsson – HÍ • Jukka Heinonen – HÍ • Ólafur Wallevik – HR/RB • Sigurður Thorlacius – Efla |