Í aðgerðaáætluninni eru skilgreindar 74 aðgerðir í sex flokkum, eins og sést á myndinni hér að neðan.
Hægt er að smella á hverja aðgerð til að fá upplýsingar um stöðu viðkomandi aðgerðar, tengiliði o.fl.
Í nóvember 2024 var staðan á aðgerðunum eftirfarandi:
Neðar á síðunni má sjá yfirlit yfir þá hagaðila sem koma að framkvæmd aðgerðanna með einum eða öðrum hætti.
Þess ber að geta að aðgerðirnar 74 duga þó ekki einar og sér til að ná árangri í vistvænni mannvirkjagerð. Nauðsynlegt er að öll fyrirtæki og stofnanir innan virðiskeðju mannvirkjageirans greini þau fjölmörgu tækifæri sem þau hafa í þessu sambandi. Ef við stígum öll skrefið á sama tíma verður þróunin mun hraðari en ella og ávinningur fyrir umhverfið, efnahaginn og samfélagið mun ekki leyna sér.
Á eftirfarandi mynd sést:
– Losun íslenskra bygginga skipt eftir byggingarefnum, framkvæmdasvæðum, notkunartíma mannvirkja og við lok líftíma.
– Markmið fyrir 2030.
– Hvernig aðgerðirnar 74 skiptast eftir sex flokkum. Myndin endurspeglar jafnframt að aðgerðir einstakra hagaðila skipta miklu máli svo markmiðum fyrir 2030 verði náð.