2.2. Afla aukinna upplýsinga um samsetningu, orkugjafa og losun vinnuvéla byggingariðnaðarins við nýskráningar á vinnuvélum, afskráningar þeirra og árlegar skoðanir

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Lagt er til að við nýskráningar vinnuvéla hjá Vinnueftirlitinu verði byrjað að safna upplýsingum um orkugjafa vinnuvéla og áætlaðri eyðslu þeirra, eftir tegundum véla. Unnið verður að því að styrkja heimildir Vinnueftirlitsins til þess að kalla eftir upplýsingum, til dæmis um vinnustundir vinnuvéla. Umræddar upplýsingar verði síðan sendar reglulega til Orkustofnunar.

Markmið: Að fá yfirsýn yfir samsetningu á nýskráðum vinnuvélum m.t.t. orkugjafa og losunar á hverjum tíma og fylgjast með þeirri þróun með markvissum hætti. Að afla betri gagna sem nýtast við uppfærslu á eldsneytisspá Orkustofnunar og áætlun um orkuskipti á vinnuvélum.

Ábyrgð: Vinnueftirlitið og Orkustofnun.

Staðan í maí 2022: Undirbúningur hafinn.

Tími: 2022.

Staðan ágúst 2023

Aðgerð í vinnslu.

Við nýskráningu vinnuvéla þarf nú að veita upplýsingar um orkugjafa hennar og eru sjö valmöguleikar gefnir (vetni, rafmagn, metan, dísel o.fl.). Sá reitur var áður valkvæður.

Þá er kominn reitur fyrir CO2 losun per vinnustund í kg/klst við nýskráningu vinnuvéla. Hann er valkvæður eins og er en því verður breytt fljótlega.

Hvað árlegar skoðanir varðar, þá er hafin vinna við að greina hvernig Vinnueftirlitið getur skráð og haldið utan um notkun vinnuvéla í tímum.

Lokaafurð aðgerðar

Betri upplýsingar um samsetningu, orkugjafa og losun vinnuvéla í byggingariðnaði við nýskráningar, afskráningar og árlegar skoðanir.

Annað tengt efni

Tengiliður

Ægir Ægisson, Vinnueftirlitið, aegir.aegisson@ver.is