2.5. Skilgreina lykilhugtök sem varða umhverfisáhrif frá framkvæmdasvæðum

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Hvað er til dæmis átt við með „framkvæmdasvæði“, „losunarfríu framkvæmdasvæði“, „kolefnislausu framkvæmdasvæði“? Unnið í tengslum við norræna samstarfsverkefnið Nordic Sustainable Construction .

Markmið: Að ná sameiginlegum skilningi á lykilhugtökum sem varða umhverfisáhrif frá framkvæmdasvæðum mannvirkjagerðar, sem er grundvöllur fyrir frekari mælingar og þekkingaröflun í málaflokknum.

Ábyrgð: Innviðaráðuneyti, HMS og Grænni byggð.

Tími: 2022-2023.

Staðan maí 2023

Aðgerð lokið.

Frá árinu 2022 hafa Grænni byggð ásamt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og innviðaráðuneytinu unnið að samnorrænu verkefni um losunarlausa verkstaði (Nordic Sustainable Construction, verkpakki 4).

Skýrsla var gefin út á ensku þann 16. mars 2023 og lykilhugtökin hafa verið þýdd yfir á íslensku.

Hér má nálgast upptöku af útgáfuviðburði skýrslunnar, þar sem hún er kynnt og efni hennar rætt.

Lokaafurð aðgerðar

Skýrsla gefin út á ensku þann 16. mars 2023.

Samantekt á íslensku um lykilhugtök umhverfisáhrifa framkvæmdasvæða, gefin út í maí 2023.

Annað tengt efni

  • Vefsíða samnorræna verkefnisins Nordic Sustainable Constructions.
  • Umfjöllun um verkefni Grænni byggðar, verkpakka 4, um losunarlausa verkstaði, á íslensku.

Tengiliðir

Ástrós Steingrímsdóttir, astros@graennibyggd.is

Aðalsteinn Ólafsson, adalsteinn@graennibyggd.is