3.3. Setja kröfu í byggingarreglugerð um gerð orkuútreikninga nýbygginga

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Krafa um orkuútreikninga nýbygginga innleidd í byggingarreglugerð. Byggir á aðgerðum 3.1. og 3.2. Lagt er til að aðgerðin verði innleidd með þrepaskiptingu og aðlögunartíma.

Markmið: Að unnt verði að nýta niðurstöður orkuútreikninga til að aðlaga hönnunina þannig að orkunotkun bygginga minnkar og þar með losun vegna hennar.

Ábyrgð: Innviðaráðuneyti og HMS.

Tími: 2025.

Staðan ágúst 2023

Aðgerð hafin.

Aðgerðin byggir á vinnu í aðgerðum 3.1. og 3.2. Hún verður unnin í tengslum við heildarendurskoðun á byggingarreglugerð; verkefni sem á að klárast fyrir lok árs 2024. Meðal þess sem á að taka til skoðunar í þeirri vinnu er bætt orkunýting mannvirkja.

Lokaafurð aðgerðar

Krafa sett í byggingarreglugerð um gerð orkuútreikninga nýbygginga.

Annað tengt efni

Tengiliður

Þórunn Lilja Vilbergsdóttir, HMS, thorunn.vilbergsdottir@hms.i