3.5. Virkja kröfu í byggingarreglugerð um loftþéttleikapróf nýbygginga

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Í byggingarreglugerð er gerð krafa um ákveðinn loftþéttleika bygginga. Kröfuna þarf að virkja, til dæmis með því að byggingar verði valdar handahófskennt í úttektarferli bygginga til að fara í gegnum loftþéttleikapróf. Þetta stuðlar að því að hönnuðir séu meðvitaðir um að bygging geti farið í loftþéttileikapróf. Skilgreina þarf nánar hvaða tegundir bygginga skuli fara í loftþéttleikapróf og hvenær endurgerðir og breytingar á byggingum skuli fara í slík próf.

Markmið: Að draga úr orkunotkun og losun vegna hennar, með því að draga úr loftleka í nýbyggingum og auka orkunýtni bygginga.

Ábyrgð: Innviðaráðuneyti og HMS.

Tími: 2022-2023.

Staðan desember 2024

Aðgerð lokið.

Við úthlutun úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði 2022 fékk Iðan fræðslusetur styrk til að koma upp aðstöðu og tækjum til kennslu í loftþéttleikaprófunum. Með því er hægt að auka þekkingu fagfólks í bygginga- og mannvirkjageiranum í framkvæmd loftþéttleikaprófana. 

  • Sjá námskeið Iðunnar varðandi loftþéttleikamælingar hér

Ágúst Pálsson, sérfræðingur hjá HMS, vann verkefni við aðgerðina. Þar sem safnað var saman öllum tiltækum gögnum um loftþéttleika á Íslandi. Yfirfara gögn úr Rb-blöðum, heimildum og upplýsingar frá sérfræðingum markaðarins. 

Í byrjun árs 2024 hittust sérfræðingar til að ræða niðurstöður og leggja fram ábendingar sem nýtast við vinnuna. Á fundinum var lögð sérstök áhersla á skilgreiningu hjúpfleta með tilliti til loftþéttleika og rætt hvernig hægt væri að færa kröfurnar nær alþjóðlegum viðmiðum.

Meðal annars var skoðað hvernig notkun upphitaðs gólfflatar sem viðmiðs, fremur en hjúpfleta, gæti einfaldað framkvæmd prófana og stuðlað að betri orkunýtingu. Danmörk var tekin sem fyrirmynd vegna skýrra leiðbeininga og framúrskarandi árangurs við innleiðingu strangari loftþéttleikakrafna.

Einnig var rætt hvað mætti betur fara með tilliti til rakavarnarlaga, þar sem loftþéttleikamælingar eru ekki aðeins notaðar til að meta loftleka heldur einnig til að staðsetja leka í rakavarnarlögum.

Sérfræðingar:

  • Ágúst Pálsson, HMS
  • Björn Marteinsson
  • Jósef Anton Skúlason, Loftþéttleiki
  • Ásgeir Val Einarsson, Iðan
  • Agnar Snædal, VSR
  • Jón Sigurjónsson
  • Þórður Árnason, Eignamat
  • Gústaf Adolf Hermannsson, HMS
  • Arnar Þór Sævarsson, Verkvist


Markmiðið með þessari vinnu var að taka allar þessar dreifðu upplýsingar og setja saman í eitt nýtt Rb-blað, sem nú er í vinnslu hjá HMS. Þetta nýja Rb-blað hefur það að markmiði að vera mikilvægt verkfæri fyrir fagaðila í byggingargeiranum og mun vonandi einnig verða grunnur fyrir uppfærðar og skýrari kröfur í í byggingarreglugerð. Í þessu riti verður til dæmis sett fram skýrari skilgreining á hjúpfleti, bent á hvað ber að varast við framkvæmd loftþéttleikamælinga, útskýrt hvers vegna þessar mælingar eru nauðsynlegar, og fróðleikurinn verður allur á sama stað til að auðvelda aðgengi og notkun. Ritið miðar að því að auka vitund um mikilvægi loftþéttleika bygginga, bæði meðal fagaðila og almennings.

Lokaafurð aðgerðar

Afurðin er grundvöllur fyrir skýrar leiðbeiningar fyrir fagaðila í byggingargeiranum sem leiðir til útgáfu Rb-blaðs um loftþéttleika bygginga. 
Rb-blaðið verður gefið út 28. janúar 2025.

Annað tengt efni

Tengiliður

Elín Þórólfsdóttir, HMS, Elin.Thorolfsdottir@hms.is 

Ágúst Pálsson, HMS, Agust.Palsson@hms.is