3.6. Gera leiðbeininga um hönnun hita-, kæli- og loftræstikerfa

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Leiðbeiningarnar miði við að hita-, kæli- og loftræstikerfi bygginga skuli vera hönnuð og gerð með því markmiði að hámarka orkunýtni án þess að ganga á gæði innivistar. Unnið í samstarfi við viðeigandi hagaðila.

Markmið: Að draga úr orkunotkun og losun vegna hennar, með því að hámarka orkunýtni án þess að ganga á gæði innivistar.

Ábyrgð: HMS.

Tími: 2022-2023.

Staðan ágúst 2023

Aðgerð hafin.

Ráðinn hefur verið sérfræðingur til HMS sem mun taka ábyrgð á þessari aðgerð og vinna hana í nánu samstarfi við helstu hagaðila markaðarins. Ljóst er að aðgerðinni verður ekki lokið fyrr en á árinu 2024.

Lokaafurð aðgerðar

Lokaafurð aðgerðar felst í útgáfu leiðbeininga um hönnun hita-, kæli- og loftræstikerfa.

Annað tengt efni

Tengiliður

Elín Þórólfsdóttir, HMS, elin.thorolfsdottir@hms.is