Staðan ágúst 2023
Aðgerð hafin.
Frá 2020 hefur Ríkiskaup unnið að þróun Mölundar m.a. í samstarfi við HMS, Vegagerðina, Reykjavíkurborg og fleiri. Norska fyrirtækið Netpower hefur unnið að þróun hugbúnaðarins með það fyrir augum að nýta hann líka í Noregi.
Þá hafa sérfræðingar hjá Verkís unnið að lausninni Jarðefni sem er ætlað að þjóna svipuðum tilgangi og Mölundur. Verkefnið fékk styrk frá Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði við úthlutun 2022. Hér má nálgast yfirlit yfir þau verkefni sem fengu styrk það árið; verkefnið heitir ,,Sjálfbær stýring jarðefnaflutninga”.
Framkvæmd aðgerðarinnar hefur dregist miðað við það sem áætlað var í upphafi.
Lokaafurð aðgerðar
Sölutorg fyrir jarðveg og jarðefni.
Annað tengt efni
Tengiliður
Daði Pétursson, Ríkiskaup, dadi.r.petursson@rikiskaup.is