4.2. Kortleggja og gera leiðbeiningar um nýtingarmöguleika mismunandi byggingarúrgangs

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Unnin verði kortlagning mismunandi strauma byggingarúrgangs þar sem skoðað er hvaða efni eru almennt hæf til áframhaldandi notkunar, hvað má fara í endurvinnslu og hvaða efnum þarf að farga sökum efnainnihalds, til dæmis sem spilliefni. Leiðbeiningar gerðar um endurnotkunar- eða endurnýtingarfarvegi fyrir annars vegar þrjá stærstu byggingarúrgangsstraumana og hins vegar þá strauma úrgangs sem valda mestu kolefnisspori. Byggt verði meðal annars á nýlegum rannsóknarverkefnum Grænni byggðar um byggingarúrgang.

Markmið: Að stuðla að notkun jarðvegs og jarðefnis sem næst upprunastað. Að lágmarka miðlæga geymslu jarðvegs og jarðefnis. Að hámarka endurnýtingu á á jarðveg og jarðefni.

Ábyrgð: Grænni byggð.

Staðan í maí 2022: Aðgerð fjármögnuð af URN og vinna hafin.

Tími: 2022.

Staðan nóvember 2022 

Aðgerð lokið. 

Lokaafurð aðgerðar

Lokaafurð aðgerðarinnar felst í skýrslunni Kortlagning og leiðbeiningar um nýtingarmöguleika byggingarúrgangs, sem Grænni byggð gaf út og var unnin af VSÓ ráðgjöf. 

Þar má finna greiningu á helstu straumum byggingarúrgangs og kolefnisspori hans, ásamt leiðbeiningum sem nýtast aðilum í byggingariðnaði og stuðla að aukinni endurnotkun, endurvinnslu eða endurnýtingu og minni förgun. 

Verkefnið var styrkt af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu í gegnum HMS.

Útgáfa skýrslunnar var kynnt á fundi þann 25. nóvember 2022, um móttöku byggingarúrgangs, sem haldinn var á vegum Samtaka iðnaðarins og Mannvirkja – félagi verktaka.

Annað tengt efni

Upptaka af viðburði þar sem útgáfa skýrslunnar er kynnt, 25. nóvember 2022.

Tengiliðir

Áróra Árnadóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar, arora@graennibyggd.is
Guðný Káradóttir, teymisstjóri umhverfis og skipulags hjá VSÓ ráðgjöf, gudny@vso.is