4.4. Hefja samtal og hvetja ríki eða sveitarfélög til að bjóða upp á ákjósanleg svæði þar sem hægt er e.a. að gefa, selja, nálgast og kaupa byggingarefni sem fallið hefur til

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Í framhaldinu væri hægt að bjóða rekstur viðkomandi svæða út. Ef enginn áhugi er fyrir hendi gæti ríki eða sveitarfélög annast reksturinn á þeim. Starfshópur um Græna húsnæðisuppbyggingu í Reykjavíkurborg mun skoða gerð auðlindagarðs fyrir endurnýtingu efnis frá byggingasvæðum, í samstarfi við Sorpu.

Markmið: Að auðvelda aðgengi að notuðu byggingarefni af ýmsum toga sem hægt er að nýta í önnur verkefni.

Ábyrgð: HMS, Grænni byggð, SI, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.

Tími: 2022-2023.

Staðan ágúst 2023

Aðgerð lokið.

Verið er að setja á stofn Hringvang; samráðsvettvang hringrásarbygginga, til að halda samtalinu áfram og taka áfram í aðgerðir.

Þá hefur verið settur á fót starfshópur til að taka afstöðu til og útfæra tillögur um Hringrásargarð á Álfsnesi. Í gegnum útboð var teymi Resource.Int., Transition Labs og M/Studio valið hlutskarpast til að annast fýsileikagreiningu fyrir Reykjavíkurborg og samstarfsaðila varðandi hringrásargarðinn. Teymið vinnur nú að greiningunni sem mun vera tilbúin haustið 2023.

Þá má geta þess að við úthlutun 2022 veitti Askur – mannvirkjarannsóknarsjóður verkefni styrk sem gengur út á að hraða uppsetningu á þekktri umhverfistækni í byggingariðnaði, endurnýta byggingarúrgang, þróa nýjar lausnir og skala upp í rekstrarhæfa stærð. Í verkefninu er skoðað hvort hagkvæmt sé að setja upp slíka framleiðslu í jarðefnagarði í Álfsnesi. Sjá nánar á vef Asks.

Lokaafurð aðgerðar

Samtalið er hafið, m.a. í gegnum Circon verkefni Grænni byggðar, Hringrás, norræna verkefnið Nordic Network of Circular Constructions og starfshóp um Hringrásargarð í Álfsnesi. Þá er verið er að setja á stofn Hringvang; samráðsvettvang hringrásarbygginga, til að halda þessu samtalinu áfram og taka áfram í aðgerðir.

Eitt stærsta verkefni næstu ára verður að innleiða hringrásarhagkerfi í auknum mæli, þar sem munir og efni er betur nýtt, endurnýtt og endurunnið. 

Skýrsla um hringrásarhagkerfið í Reykjavík hefur verið í vinnslu af starfshópi sem samanstendur af fulltrúum Reykjavíkurborgar, Sorpu, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna. Miklar vonir eru bundnar við nýja endurvinnslustöð við Lambhagaveg sem á að rísa 2025 og nýrri, stærri verslun með notaðar byggingavörur, Efnismiðlun Góða hirðisins. Þessi endurvinnslustöð gæti þjónað sem hringrásarmiðstöð með byggingar- og niðurrifsúrgang.

Auk þess er fyrirhugað að hanna Hringrásargarð á Álfnesi og koma upp sameiginlegri þjónustubyggingu, þar sem á sér stað veituþjónusta og skrásetning á efnastraumum sem koma inn á svæðið á Álfnesi, sem og sameiginleg geymsla, vélaskemma og verkstæði. Þarna geta nýsköpunar- og sprotafyrirtæki viðhaldið og ýtt undir framþróun starfseminnar í hringrásargarðinum. Aðsetur fyrir skapandi fyrirtæki og einstaklinga þar sem sjálfbærni er leiðandi afl í hugsunarhætti og rekstri fyrirtækjanna. Ýtt væri undir samþættingu og samtal fyrirtækja til að deila hliðarafurðum eða þekkingu. Hringrásargarður er mikilvægur fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfis til að draga úr myndun rekstrarúrgangs og auka nýtingu auðlinda. Fýsileikagreining liggur fyrir og gerð þróunaráætlunar og rammaskipulags er í undirbúningi.

Annað tengt efni

Hringrásargarður á Álfsnesi

Grænni byggð; Circon verkefnið

Grænni byggð; fræðsla um hringrásarhagkerfið

Nordic Network for Circular Constructions

Tengiliður

Hulda Hallgrímsdóttir, verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar, Reykjavíkurborg, hulda.hallgrimsdottir@reykjavik.is

Katarzyna Anna Jagodzińska, Grænni byggð, kjag@graennibyggd.is